Ég hvet þig til þess að gera þessa æfingu úti
Gott að taka FLÆÐI fyrst - vekja líkamann upp og láta hann vita að þú ert að fara að taka æfingu.
Uppsetning: Rútínan okkar er styrkur/sprettir - við gerum allar fjórar æfingarnar 12x/10x/8x/8x/10x/12x = 5 hringir. Ef þú átt þrektæki tekuru 30 sek sprett eftir að þú klárar einn hring af öllum fjórum æfingum. Það liti svona út à 12x a → 12x b → 12x c → 12x d og svo 30 sek sprettur á þrektæki osfrv. Ef þú tekur æfinguna úti tekuru ca. 100 metra sprett eftir hvern hring. Ef þú ert inni og átt ekki þrektæki, gerir þú 100 box í eins djúpri stöðu og þú getur (mundu – KÝLA FAST 😊)
Í lokin tökum við góðan kvið-stiga sem hægt er að fara einungis niður en ef þú vilt og getur ferðu aftur upp hann. Gott er að fylgja TEYGJUVIDEO í lokin.
Tæki: Handlóð (ef þú átt), annars fylla tvær 0,5l vatnsflöskur til að hafa í höndunum, miniband (ef þú átt) og dýnu.
Upphitun:
- 50 snerta hæla
- 40 mjaðmalyftur
- 30 tylla tám
- 20 litlar fótalyftur
- 10 uppsetur m/ lóð
- 20 litlar fótalyftur
- 30 tylla tám
- 40 mjaðmalyftur
- 50 snerta hæla
Myndbönd
Good mornings
Niðurtog
Afturstig m/ snúning
Armkreppa + axlarpressa
Sumo squat
Thrusters
Mjaðmalyftur
Tylla tám
Litlar fótalyftur
Uppsetur m/ lóð
Teygjur eftir æfingu