Bananabrauð Bjarkar og Veru

Bananabrauð Bjarkar og Veru

Bananabrauð Bjarkar og Veru er eitthvað sem ég geri með stelpunum mínum amk mánaðarlega. Þær (og við foreldrarnir) elskum þetta. Brauðið er kolvetnaríkt en ekki vera “hrædd við” kolvetni því þau gefa okkur nauðsynlega orku (amk að mínu mati).


Innihald

 • 360 gr þroskaðir bananar (ca. 3 bananar)
 • 11 gr avocado olía (ca. 2 msk)
 • 90 gr eggjahvítur (úr flösku)
 • 75 gr döðlur (8 döðlur)
 • 20 gr lyftiduft (ca. 2,5 tsk)
 • 5 gr kanill (ca. 1 tsk)
 • 200 gr spelt hveiti (ca. 2,5 bolli)
 • 60 gr hafrar (ca. 1/2 bolli)
 • 2 gr salt (ca. 1/2 tsk)


Aðferð

 1. Hitið ofninn á 180 gráður / undir yfir
 2. Stappið banananna vel t.d. með kartöflustöppu.
 3. Avocado olían og eggjahvíturnar bætt saman við og hrært vel.
 4. Hveiti, döðlur, lyftiduft, hafrar og salt blandað saman við.
 5. Gott er að setja bökunarpappír í form eða smyrja það vel með olíu. Deigið er síðan hellt í formið.
 6. Rönd af höfrum sett ofan á til skrauts.
 7. Bakað í ofni í 32-34 mín.
 8. Leyfið brauðinu að kólna á grind í um 15 mín.

Fróðleikur...

Brauðið er best nýbakað með smá smjöri en ef það klárast ekki strax að þá er það ekkert síðra næstu 4-5 daga ef geymt er í lokuðu íláti inn í ísskáp.

Heilt brauð er 888 kcal, 21,3 gr prótein, 171,5 gr kolvetni, 15,8 gr fita.

Ef þið eruð að nota MyFitnessPal þá er Servings = 1 og number of servings er hvað heildar uppskrift var mikið í gr. Þá get ég séð nákvæmara hvað macros er í hverri sneið (aðferð sem ég sá á Youtube í þjálfun hjá @ingitorfi ). Gróflega getið þið deilt uppskriftinni í fjölda sneiða til að sjá hvað hver sneið er orkumikil eða sett hana sjálf inn í MyFitnessPal appið og séð upp á gramm. Mér finnst gott að nota MyFitnessPal til að fræðast um matinn minn eða koma mér aftur í rútínu. 


Back to blog