Haframjölssmákökur

Heilsusamlegar haframjölssmákökur

Þessi uppskrift varð óvænt til í eldhúsinu þegar eldri stelpan vildi baka smákökur. Hún er mjög einföld og getur talist heilsusamleg. Ég gerði hana í hrærivél en það er vel hægt að gera hana í skál líka og nota þá gaffal eða kartöflustöppu til að stappa banana og síðan sleikju til að hræra öllu saman. Þessi uppskrift sló alveg í gegn hjá okkur fjölskyldunni. 

Innihald

 • 150 gr banani
 • 1 egg
 • Tappi af vanilludropum eða um 1/4 tsk
 • 30 gr ólífolía
 • Smá salt eða um 1/8 tsk
 • 1 tsk matarsódi
 • 200gr fínt haframjöl
 • 30 gr kókos
 • 1/2 tsk kanill
 • 60gr sukrin gold síróp (eða sambærilegt)
 • 40gr af 70% súkkulaði, rúsínum eða öðru

Aðferð

 1. Hitaðu ofninn á 175 gráður / undir yfir
 2. Ef þú notar hrærivél skaltu byrja að hræra bananann þannig hann verði að mauki. Ef þú ert ekki með hrærivél skaltu stappa bananann með t.d. gaffli eða kartöflustöppu. Næst skaltu bæta við eggi, vanilludropum og olíu og hræra vel saman við.
 3. Þurrefnum (salt, matarsódi, haframjöl, kókos, kanill), sukrin gold og súkkulaði eða rúsínum er síðan hrært saman við og myndað deig.
 4. Á bökunarpappír skaltu leggja tsk af deiginu til að mynda smáköku. Þú getur aðeins ýtt á deigið þannig þú mótir smákökuna.
 5. Deig úr einni uppskrift passar þétt á eina bökunarskúffu, annars getur þú líka bakað smákökurnar í tvennu lagi.
 6. Bakaðu á 175 gráðum í 13 mín.

Back to blog