Hrökkbrauð og kjúlingabauna- eða túnfisksalat

Hrökkbrauð og kjúlingabauna- eða túnfisksalat

Þessar tvær uppskriftir hafa verið í uppáhaldi síðustu árin og er must að prófa!

Hrökkbrauð með kjúklingabaunasalati eða túnfisksalati er svo gott combo að ég er húkkt á því! Uppskrifin að túnfisksalatinu er fengin af Eldhússögur, ég breyti henni oftast aðeins með því að skipta út túnfisk fyrir kjúklingabaunum.

Varðandi hrökkbrauðið þá getur þú leikið þér með fræin í uppskriftinni – ef þú átt t.d. ekki til einhver fræ sem eru í uppskriftinni að þá getur þú notað önnur fræ í staðin. T.d. ef þú átt ekki til hörfræ en átt nóg af sesamfræjum getur þú sett 2 dl af sesamfræ í stað 1 dl sesamfræ + 1 dl hörfræ.

Hrökkbrauð

Innihald
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl hörfræ
 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl gróft haframjöl
 • 1 og 1/2 dl spelt hveiti (heilhveiti, rúghveiti eða hveiti getur líka gengið)
 • 1 msk malað kúmen
 • 1-2 tsk salt (ég set 1 tsk í deigið og strái síðan salti yfir deigið þegar ég er búin að fletja það út)
 • 1 dl olía (ég nota 0,5dl af annaðhvort avocado olíu eða venjulega gula og 0,5 dl af extra virgin græna)
 • 2 dl vatn
Aðferð
 1. Hitaðu ofninn á 200°C undir yfir
 2. Byrjið á því að blanda öllum þurrefnum vel saman í skál
 3. Gott er svo að gera holu í miðjuna og setja olíu og næst vatnið og hræra öllu saman.
 4. Deiginu er síðan skipt í tvennt.
 5. Bökunarpappír settur á ofnplötu og helmingur af deginu sett á miðja plötu. Setur svo bökunarpappír ofan á og smyrð það síðan niður með öðrum bökunarpappír eins þunnt og þú vilt. Best að nota bara hendurnar til þess.
 6. Lyftir síðan bökunarpappírnum rólega upp og skreð deigið í þá bita sem þú vilt hafa þá í og stráir smá salti yfir. Hægt er að nota pítsuhníf eða venjulegan hníf.
 7. Bakar síðan í miðjum ofni í 12-20 mínútur (mismunandi eftir ofnum, minn er t.d. 16 mín). Ef þú vilt að hrökkbrauðið verði aðeins mjúkt að þá bakar þú það í styttri tíma – ef þú vilt að það verði krispí bakar þú það lengur eða þar til það er fallega gullin brúnt á litin. Stærðin á hrökkbrauðinu skiptir líka máli þannig gott er að fylgjast vel með fyrsta skammtinum :)

Kjúklingabauna- eða Túnfisksalat

Innihald

 1. 1 dós túnfiskur í vatni (hella vatninu frá) eða 1 dós kjúklingabaunir (skola baunir vel)
 2. 1 stór dós kotasæla (500gr eða 2 bollar)
 3. 1/2 lítill rauðlaukur (betra að skera það mjög smátt)
 4. 1/2-1 rauður chilli (betra að skera það mjög smátt)
 5. Slatti af pipar (byrjaðu á 1/4 tsk og bættu svo við - ég nota um 1 tsk)
 6. Nóg af salti (byrjaðu á 1/4 tsk og bættu svo við - ég nota um 1 tsk)
 7. 1 meðal stór avocado (betra að skera það mjög smátt)
 8. Ferskt kóríander eftir smekk (skorið smátt - ég nota um 1/2 msk)

Aðferð

 1. Allt sett saman í skál!
 2. Mér finnst gott að hræra avocadoið við í lokinn en alveg hægt að setja allt saman :)
 3. Smakkaðu salatið síðan til og geymdu það í kæli - lang best þannig!

Back to blog