Kotasælubollur

Kotasælubollur

Heilsusamlegar brauðbollur sem taka innan við hálftíma!

Þessi uppskrift er frá Bylgju Björk og er svo einföld en til þess að hún verði sérstaklega góð er gott að eiga blandara eins og Nutribullet eða matvinnsluvél. Brauðbollurnar eru æðislegar í brunchinn og sem millimál. Börnin mín elska þessar bollur og er hægt að leika sér með uppskriftina og gera hana að sinni með því að bæta við allt að 1/2 dl af fræjum eða hnetum sem þér finnst vera góðar :)

Innihald

 • 4 egg eða 240 gr eggjahvítur úr flösku (líka hægt að gera tvö egg og eggjahvítur upp í 240gr)
 • 500 gr kotasæla (stór dós)
 • 400 gr hafrar (hakkaðir þannig þeir verða að mjöli eða mjög fínir hafrar)
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 tsk sjávarsalt
 • Auka: allt að 1/2 dl af fræjum eða hnetum, t.d. chia fræjum, sesamfræjum, fræblöndu, brotnum kasjúhnetum, saxaðar möndlur, rúsínum...

Aðferð

 1. Hitaðu ofninn á 200 gráður blástur
 2. Í Nutribullet, matvinnsluvél (eða sambærilegum blandara) hakkaðu hafrana þannig þeir verði að mjöli, settu til hliðar í stóra skál. Bættu við hökkuðu höfrunum, lyftidufti og salt (fræin/hneturnar líka ef þú vilt prófa uppskrifina svoleiðis).
 3. Í Nutribullet, matvinnsluvél eða sambærilegum blandara blandaðu saman egg eða eggjahvítur og kotasælu (amk 1 mín). Settu í skálina og blandaðu öllu saman með sleikju (getur endað á að nota hendurnar) þannig að þetta verði að deigi.
 4. Deigið er frekar blautt og gæti verið gott að vera í hönskum eða strá smá hveiti á hendurnar.
 5. Mótaðar 9-11 bollur
 6. Bakaðu á 200 gráðu blæstri í 18-22 mín.

Fróðleikur...

Ef þú gerir 11 bollur er hver bolla í kringum 201 kcal, 13 gr prótein, 23gr kolvetni, 6,3 gr fita, 3,6 gr trefjar.  

Ef þær klárast ekki strax er hægt að geyma þær í kæli eða frysti. Ef þær eru geymdar í frysti er gott að vera búin að skera þær í tvennt svo þú getir auðveldlega ristað þær þegar þú færð þér næst. Góðar með smjör og osti, jafnvel agúrku eða sultu ofan á líka.  

Mæli með að prófa :)


Back to blog