Dagur 13

Hugleiðsluæfing dagsins - Hvernig líður mér

Þú ferð að nálgast hálfa leið á fjallið. Sjáðu fjallið þitt fyrir þér, líttu aðeins tilbaka og áttaðu þig á að þú ert búin/nn að hugleiða í 13 daga! Þú ert í miðri sjálfsvinnu en ert samt bara rétt að byrja. Haltu áfram, sama hvað blæs á móti – sýndu seiglu og gerðu þetta fyrir sjálfan þig, að skuldbinda þig í þessar 7 mínútur á dag og klára þennan pakka!

Í dag ætlar þú að reyna að styrkja það sem er gott og bæta það sem má bæta. Í hugleiðslunni í dag ætlar þú að spyrja þig eftirfarandi: „Hvernig líður mér, afhverju og hvað get ég gert í því“. Ef þér líður vel reyndu að komast að því afhverju þér líður vel og hvað þú getur gert til að halda því áfram. Ef þér líður illa reyndu að komast að því af hverju þér líður illa og hvað þú getur gert í stöðunni. Þér gæti síðan líka liðið hlutlaust eða bara hvorki vel né illa, kannaðu afhverju og hvað þú getur gert í því. Síðan þegar þú ert að eiga þessar samræður við sjálfan þig gæti allt í einu komið upp einhver líðan og þá kannar þú hvað er þarna á bakvið, afhverju og hvort þú getir eitthvað gert í því.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog