Dagur 14

Hugleiðsluæfing dagsins - Hvernig líður mér

Þú mannst að ófyrirséð getur þú lent í einhverju þann daginn sem „tekur þig út af laginu“. Það getur verið eitthvað smátt eins og að einhver hafi sagt eitthvað sem fór í þig eða eitthvað stórt eins og ákveðið áfall. Það sem er mikilvægt að gera í þeirri stöðu er að halda áfram. Á móti, ef þér líður vel ekki detta í þá gryfju að halda að þú „þurfir ekki á hugleiðslunni að halda“. Á þeim tímum sem þér líður vel ertu aðeins að fara gefa þér „orkubúst“ með því að hugleiða. Þannig hvort sem þér líður vel, hvorki vel né illa eða illa þá skaltu HALDA ÁFRAM og HUGLEIÐA.

Í dag ætlar þú að spyrja þig aftur sömu spurningu og í gær með því markmiði að þú náir að þekkja betur inn á þig, þína líðan og náir að styrkja innsæið þitt þannig að þú getir treyst betur á þig. Þú ætlar að styrkja það sem er gott og bæta það sem má bæta. Spurningin í hugleiðslunni er „hvernig líður mér, afhverju og hvað get ég gert í því“. Ef þér líður vel reyndu að komast að því afhverju þér líður vel og hvað þú getur gert til að halda því áfram. Ef þér líður illa reyndu að komast að því af hverju þér líður illa og hvað þú getur gert í stöðunni. Ef þú veist ekki hvernig þér líður skaltu kanna afhverju og hvað þú getur gert í því. Það getur verið að þú þurfir að þekkja betur inn á sjálfan þig.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog