Dagur 16

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Þú nálgast toppinn, kannski hefur þú fundið einhver áhrif af hugleiðslunni – fjöllin okkar geta verið misbrött og löng. Ef þú ert farin/nn að finna einhvern ávinning skaltu ímynda þér að þú standir efst upp á fjallinu þínu með opna arma að anda að þér fersku lofti og góðri orku. Hugleiðslan í dag er ÞÍN hugleiðsla. Ef þér finnst þetta ennþá vera tilgangslaust þá gæti fjallið þitt verið brattara en hjá mörgum og því erfiðara að komast upp en þú lætur það ekki stoppa þig og gefst ekki upp á þessu – þú heldur að sjálfsögðu áfram og leggst niður í þessar 7 mínútur.

Í dag ætlar þú að spyrja sjálfan þig sömu spurningu og í gær með því markmiði að styrkja þig og láta þig átta þig á að það gætu verið hlutir sem þú ert að gera daglega sem eru að „skemma“ fyrir þér. Spurningin í hugleiðslunni er “Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Leyfðu þér að eiga þessar samræður.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog