Dagur 18

Hugleiðsluæfing dagsins - Hvað er ég að einblína á

Stoppaðu aðeins og áttaðu þig á því að ÞÚ ert hér í þessu lífi og ÞÚ gegnir tilgangi – hvort sem þú veist hver tilgangurinn er eða ekki (það er annað mál). En ÞÚ varst valin sú/sá eina/i af 400 trilljón samkeppninautum við getnað þannig strax við getnað ert þú sigarvegari. Áttaðu þig á því að ÞÚ ert sigurvegari sama hvort þér líður vel eða illa núna á þessari stundu. Þú ert sigurvegari, það gæti verið að þú hafir svolítið týnt þér á lífsleiðinni en hugleiðslan hefur þann tilgang að finna þig upp á nýtt, gera þig meira meðvitaða/n þannig að þú getir notið þess að vera til.

Í dag ætlar þú að spyrja sjálfan þig sömu spurningu og í gær með því markmiði að vera meira meðvituð/aður um sjálfan þig og að þú ert við stjórnina en ekki að þú farir í gegnum lífið á "autopilot" (sjálfvirkt án þess að hugsa eða vita hvað er í gangi). Spurningin er “Hvað er ég að einblína á í dag, hvaða áhrif er það að hafa á mig, get ég séð það með öðrum hætti“, leyfðu þér að eiga þessar samræður. Þú ætlar að æfa þig í að sjá það „slæma“ með öðrum hætti og finna þá betra viðhorf og ætlar að styrkja það sem þú ert að gera vel og einblína á það meðvitað.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog