SKRÁNING Í KVENNASTYRK Í SUMAR

Hugleiðsluæfing dagsins - Eiginleikar hjá öðrum

Núna ættir þú að vera komin/nn með góða mynd af fjallinu, ef þú værir til dæmis að labba upp Esjuna gætir þú verið komin/nn upp að Steini (eða jafnvel upp á topp) – þú ert komin/nn langt upp en átt alveg einhvern spöl eftir og nokkra erfiða kafla. Það eru sumir sem segja að það taki 21 dag að byrja á nýjum vana en síðan að það taki 90 daga að verða að vana. Þú mátt vera stolt/ur að hafa gefið þér 7 mín á dag í 21 dag! Haltu þessu áfram.

Í dag ætlar þú að skoða eiginleika sem þú laðast að, finnst vera flottir og þú lítur upp til í fari annara. Spurningin í hugleiðslunni er „Hvaða eiginleika lít ég upp til hjá öðru fólki og afhverju“. Eigðu þetta samtal við sjálfan þig. Skrifaðu síðan niður eiginleikana sem koma fram í hugleiðslunni því þú ætlar að notast við þá í hugleiðslunni á morgun.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.