Dagur 22

Hugleiðsluæfing dagsins - Eiginleikar

Taktu eitt skref í einu upp fjallið þitt, eitt verkefni í einu heima/í vinnuni/skólanum eða öðru, einn dag í einu. Gefðu þér þessar 7 mínútur í dag – Þú átt það skilið.

Í hugleiðslunni í dag ætlar þú að endurtaka eiginleika sem þú lítur upp til hjá öðru fólki sem þú komst að í hugleiðslunni í gær og segja ÉG ER á undan því. Þannig þú segir það aftur og aftur og aftur í gegnum hugleiðsluna. Ef þú varst ekki búin/nn með æfingu gærdagsins skaltu byrja á henni HÉR. Síðan ræður þú hvort þú takir tvær æfingar í dag eða hvort þú bíður með að taka þessa æfingu þar til á morgun því þú ferð aftur í hana þá. Ef eiginleiki var til dæmis umhyggjusöm/samur myndir þú segja ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur mér er umhugað um annað fólk ég sýni því góðvild og samkennd og er góð/ur við alla í kringum mig..... og síðan taka fyrir næsta eiginleika. Eiga samtal út frá þessum eiginleikum. Ég er hér til þess að segja þér að ÞÚ býrð yfir þessum eiginleikum en þarft stundum að finna þá hjá þér og síðan að viðhalda þeim með því að minna þig reglulega á þá. Það er mjög líklegt að þú trúir því ekki núna en með tímanum og æfingunni munt þú trúa því. 

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog