Dagur 23

Hugleiðsluæfing dagsins - Eiginleikar

Á hvaða tímapunkti sem er getur þú lent í því að vera móð/ur að labba upp fjallið þitt eða þannig að þér finnst hugleiðslan ekki vera að skila neinu, finnst hún tilgangslaus, asnaleg, erfið eða jafnvel að þú verður pirruð/aður á henni. Það er eðlilegt og máttu þá hugsa til ofvaxna barnsins (egóið) sem er að taka smá „frekjukast“ og mótmæla þessari breytingu sem er að eiga sér stað hjá þér. Ef það gerist sýndu þrautseigju og haltu áfram – ofvaxna barnið mun á endanum róast og vera oftar með þér í liði.

Í dag æltar þú að fara aftur í sömu hugleiðsluæfingu og í gær þar sem þú ætlar að endurtaka eiginleika sem þú lítur upp til hjá öðru fólki sem þú komst að í hugleiðslunni á degi 21 og segja ÉG ER á undan því. Eigðu samtal út frá þessum eiginleikum og mundu að ÞÚ ERT þessir eiginleikar!

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog