Dagur 24

Hugleiðsluæfing dagsins - Hvernig líður mér

Dagur 24, þú ferð að nálgast toppinn (ef þú ert ekki þegar komin/nn þangað og farin/nn að finna fyrir ávinning af hugleiðslunni). Líttu aðeins til baka og áttaðu þig á því að þú ert búin/nn að klífa ansi langa vegalengd, 24 daga eða samtals 168 mínútur í hugleiðslu sem gera næstum 3 klst! VEL GERT. Haltu áfram!

Í dag ætlar þú að reyna að styrkja það sem er gott og bæta það sem betur má fara. Í hugleiðslunni í dag ætlar þú að spyrja þig eftirfarandi: „Hvernig líður mér, afhverju og hvað get ég gert í því“. Ef þér líður vel reyndu að komast að því afhverju þér líður vel og hvað þú getur gert til að halda því áfram. Ef þér líður illa reyndu að komast að því af hverju þér líður illa og hvað þú getur gert í stöðunni. Þér gæti síðan líka liðið hlutlaust eða bara hvorki vel né illa, kannaðu afhverju og hvað þú getur gert í því. Síðan þegar þú ert að eiga þessar samræður við sjálfan þig gæti allt í einu komið upp einhver líðan og þá kannar þú hvað er þarna á bakvið, afhverju og hvort þú getir eitthvað gert í því.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog