Dagur 27

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Þú getur þetta, eitt skref í einu, taktu frá þessar 7 mínútur í dag fyrir sjálfan þig.

Í dag ætlar þú að spyrja sjálfan þig sömu spurningu og í gær með því markmiði að styrkja þig og láta þig átta þig á að það gætu verið hlutir sem þú ert að gera daglega sem eru að „skemma“ fyrir þér. Spurningin í hugleiðslunni er “Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Leyfðu þér að eiga þessar samræður.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog