Dagur 5

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Þú ert komin/nn nokkur skref upp fjallið. Mundu að þú getur á hvaða tímapunkti sem er lent á bröttum erfiðum kafla eða fundið fljótlega fyrir þreytu og fundist hugleiðslan ekki vera að skila neinu. Ef þér líður vel í hugleiðslunni getur þú litið á að fjallið þitt sé með þægilegan halla.

Í dag ætlum við að styrkja þig og finna hvort eitthvað í þínu fari er að halda aftur af þér, eitthvað sem er að koma í veg fyrir að þú verðir meira ÞÚ. Spurðu þig „Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Til dæmis gæti það verið; ég er alltaf að segja við sjálfan mig að ég er löt/latur sem er að draga mig niður og láta mig ekki nenna neinu. Það sem ég get gert í því er að þegar ég hugsa ég er löt/latur að hugsa á móti, nei nú hættir þú, það er ekki að hjálpa þér neitt að hugsa að þú sért löt/latur þannig hættum því, hættum að pæla í því og farðu að framkvæma. Það sem þú ætlar að gera er að eiga samtal við sjálfan þig og komast að því hvað er að koma í veg fyrir að þú sért besta útgáfan af þér. Það gæti verið HVAÐ SEM ER og þú getur komist að mismunandi hlutum í hvert skipti sem þú spyrð þig að þessu í hugleiðslu. Ef þér dettur ekkert í hug skaltu eiga samtal við sjálfan þig afhverju það gæti verið, afhverju þú gætir hugsanlega verið ótengd/ur við sjálfan þig og æfa þig í því smám saman að þekkja betur inn á þig.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog