Dagur 6

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Mörg smá skref upp fjallið munu leiða þig á toppinn, þú kemst ekki upp á fjall í einu skrefi. Stutt hugleiðsla á hverjum degi er alveg eins, þú finnur ekki fyrir ávinning af hugleiðslunni með einni hugleiðsluæfingu.. Haltu áfram.

Í dag ætlar þú að spyrja þig sömu spurningu og í gær og reyna að finna hvort það sé eitthvað að hindra þig í að verða meira ÞÚ. „Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Leyfðu þér að eiga þessar samræður.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog