Dagur 7

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Ávinningur hugleiðslunnar er að þú munt þekkja betur inn á þig, þú nærð oftar að leysa úr vandamálum með sjálfum þér, þú nærð að standa með sjálfum þér oftar og þegar þú dettur út úr rútínu eða af brautinni (og það mun gerast) eða þegar þú lendir í áfalli eða breytingum að þá munt þú verða miklu fljótari að finna þinn flöt. Haltu áfram. Að komast upp á toppinn á fjallinu þínu veitir sigurtilfinningu.

Í dag ætlar þú að spyrja þig sömu spurningu og í gær og reyna finna hvort það sé eitthvað að hindra þig í að verða meira ÞÚ. „Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Leyfðu þér að eiga þessar samræður.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog