Dagur 8

Hugleiðsluæfing dagsins - Besta útgáfan af sjálfum mér

Núna ertu aðeins komin/nn upp fjallið þitt. Á hvaða tímapunkti sem er gætir þú lent á bröttum kafla, það er ólíklegt að þú sért komin/nn á toppinn (þó það sé alveg möguleiki) þannig þú ættir ekki að finna fyrir áhrifum hugleiðslunnar alveg strax, en þú ert komin/nn eitthvað á veg og ætlar að halda áfram. Mundu það sem kom fram í kynningarmyndbandinu að það geta alltaf komið upp aðstæður sem láta þig „renna niður“ fjallið, t.d. það að einhver svínar fyrir þig, brýtur á þér með einhverjum hætti eða annað, en þá er mikilvægt að grípa fast í fjallið þitt til þess að stoppa og halda áfram. Ef þetta kemur fyrir hjá þér þá veistu að það eitt og sér að þú ert búin/nn að opna æfingu dagsins þá ertu um leið búin/nn að grípa í fjallið þitt, haltu þér þar og byrjaðu að klífa það aftur með því að hlusta á hugleiðsluæfingu dagsins.

Í dag ætlar þú að spyrja þig sömu spurningu og í gær og reyna finna hvort það sé eitthvað að hindra þig í að verða meira ÞÚ. „Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Leyfðu þér að eiga þessar samræður.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog