Hugleiðsluæfing - Besta útgáfan af mér

Markmiðið með þessari hugleiðslu er að reyna að styrkja þig og sjá hvort það er eitthvað sem þú ert að gera sem er að halda aftur af þér að verða meira ÞÚ. Spurningin í hugleiðslunni er “Hvað er að halda aftur af mér að vera besta útgáfan af sjálfum mér og hvað get ég gert í því“. Það gæti verið HVAÐ SEM ER og getur þú komist að mismunandi hlutum í hvert skipti sem þú spyrð þig að þessu í hugleiðslu. Ef þér dettur ekkert í hug skaltu eiga samtal við sjálfan þig afhverju það gæti verið, afhverju þú gætir hugsanlega verið ótengd/ur við sjálfan þig og æfa þig í því smám saman að þekkja betur inn á þig.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog