Hugleiðsluæfing - Eiginleikar mínir

Markmiðið með hugleiðslunni er að byggja þig upp og láta þig sjá að þú býrð yfir eiginleikum sem þú lítur upp til hjá öðrum. Þú ætlar að endurtaka eiginleika sem þú lítur upp til hjá öðru fólki sem þú komst að í hugleiðslunni 'Eiginleikar hjá öðrum' og segja ÉG ER á undan því. Þannig þú segir það aftur og aftur og aftur í gegnum hugleiðsluna. Ef eiginleiki var til dæmis umhyggjusöm/samur myndir þú segja ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur, ÉG er umhyggjusöm/samur mér er umhugað um annað fólk ég sýni því góðvild og samkennd og er góð/ur við alla í kringum mig..... og síðan taka fyrir næsta eiginleika. Eiga samtal út frá þessum eiginleikum. Með tímanum ferð þú að hegða þér eins og þessir eiginleikar en þú þarft fyrst að trúa því og það er ætlunin með hugleiðsluæfingunni.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog