Hugleiðsluæfing - Eiginleikar hjá öðrum

Markmiðið með þessari hugleiðslu er að skoða eiginleika sem þú laðast að, finnst vera flottir og þú lítur upp til í fari annara þar sem þessir eiginleikar sem þú sérð öðrum er að finna innra með þér. Það getur verið erfitt að sjá það en þetta er fyrst skrefið í að finna þessa eiginleika innra með þér aftur. Þegar þú hefur farið í gegnum þessa æfingu skaltu næst fara í 'Eiginleikar mínir' hugleiðsluæfinguna. 

Spurningin í hugleiðslunni er „Hvaða eiginleika lít ég upp til hjá öðru fólki og afhverju“. Skrifaðu niður eiginleikana sem koma fram í hugleiðslunni því þú ætlar að notast við þá í annarri hugleiðslu.

Back to blog