Hugleiðsluæfing - Hvað er ég að einblína á

Markmiðið með þessari hugleiðslu er að  vera meðvitaðri um hvað þú ert að einblína á. Í hugleiðslunni ætlar þú að spyrja sjálfan þig “Hvað er ég að einblína á í dag, hvaða áhrif er það að hafa á mig, get ég séð það með öðrum hætti“. Ef þú ert að einblína á eitthvað uppbyggjandi reyndu að styrkja það enn frekar, ef þú ert að einblína á eitthvað sem er ekki uppbyggjandi reyndu að sjá það með öðrum augum og einblína á það. Eigðu þessar samræður við sjálfan þig sama hvað kemur upp.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog