Hugleiðsluæfing - Hvernig líður mér

Markmiðið með þessari hugleiðslu er að þú náir að þekkja betur inn á þig, þína líðan og náir að styrkja innsæið þitt þannig að þú getir treyst betur á þig. Þú ætlar að styrkja það sem er gott og bæta það sem má bæta. Spurningin í hugleiðslunni er „hvernig líður mér, afhverju og hvað get ég gert í því“. Ef þér líður vel reyndu að komast að því afhverju þér líður vel og hvað þú getur gert til að halda því áfram. Ef þér líður illa reyndu að komast að því af hverju þér líður illa og hvað þú getur gert í stöðunni. Ef þú veist ekki hvernig þér líður skaltu kanna afhverju og hvað þú getur gert í því. Það getur verið að þú þurfir að þekkja betur inn á sjálfan þig.

*Það gæti verið gott að vera með blað og skriffæri hjá þér ef þú skyldir komast að einhverju í hugleiðslunni sem þú vilt geta minnt þig á. Ef þú ert ekki með blað og skriffæri gætir þú skrifað punkta í símanum.

Back to blog