Leiðbeiningar - Páskatímabil

Fjarþjálfun kvennastyrks
Hvernig virkar þetta?

SKREF 1  - Sækja Key4Friends App

Til þess að komast inn í stöðina þegar við erum ekki á svæðinu og hurðin er læst þarftu að sækja app sem heitir Key4Friends (kíktu í pósthólfið þitt og athugaðu hvort þú sért með email frá þeim). 

 App fyrir iPhone // App fyrir Android 
 *mikilvægt að skrá sama email og þú ert með skráð hjá okkur *

Þetta er öryggis system hjá okkur þannig það eru nokkur skref til þess að búa sér til aðgang. Þú þarft bæði að staðfesta í gegnum email og síma. Þegar þú stimplar inn símanúmerið þitt þarftu að hafa +354 fyrir framan því þetta er erlent kerfi.

 Svona lítur þetta svo út þegar þú ert búin að sækja appið og búa þér til aðgang


SKREF 2 - Hvernig kemst ég inn?

 1. Þegar þú ert komin fyrir framan Kvennastyrk þá ýtir þú á "lykilinn" og bíður í smá þar til það kemur mynd af opnum lás. Þá er hurðin opin og þú hefur 5sek til að opna hana annars læsist hún aftur á ný. 

2. MJÖG mikilvægt að passa að loka hurðinni á eftir þér svo hún sé 100% læst - það þarf EKKI að gera neitt í appinu þegar þú ferð út. Það er alltaf opið að innan frá en gott að rétta úr hurðahúninum ef hann lafir niður :). Hurðin á ALLTAF að vera læst að utan frá.


SKREF 3 - Fá aðgang að fjarþjálfuninni

HÉR er læsta síðan með öllum æfingum fyrir næstu tvær vikurnar. 

1. Til að komast inn á hana þarftu að vera með aðgang að heimasíðunni okkur. Það þarf að nota sama netfang og þið eruð með skráð hjá okkur.

2. Þú ert með aðgang að öllum æfingum, samtals 20 æfingar í heildina! Það fylgir einnig myndband af upphitun og teygjum


SKREF 4  - Vista síðu sem App í símann (fyrir iPhone)

Ef að þú átt iPhone er sniðugt að vista Fjarþjálfunarsíðuna sem app.

1. Þegar þú opnar síðuna ýtir þú á takkann í miðjunni neðst á síðunni.

 

2. Þá færðu upp fullt af valmöguleikum. Þú vilt velja "Add to Home Screen".

3. Þegar þú ert búin að velja "Add to Home Screen" birtist þessi síða og þá getur þú gefið "appinu" nýtt heiti eða ýtt bar á "add" og þá vistast þetta sem App á símanum þínum.
SKREF 5  Opnunartími Kvennastyrks

Opnunartími líkamsræktar er eftirfarandi:
11.apríl - 6.30-20.00
12.apríl - 6.30-20.00
13.apríl - 6.30-20.00
14.apríl - 9.00-18.00
15.apríl - LOKAÐ
16.apríl - 9.00-18.00
17.apríl - 9.00-14.00
19.apríl - 9.00-18.00
20.apríl - 6.30-20.00
21.apríl - 6.30-20.00
22.apríl - 6.30-20.00
23.apríl - 9.00-18.00


SKREF 6 - Deila með okkur þegar þú mætir á æfingu


Við ætlum að vera með hvatningarverðlaun þar sem allir geta unnið! 😀 Þið merkið okkur á Instagram eða sendið okkur póst þegar þið takið æfingu (að sjálfsögðu líka ef þið gerið hana heima eða uppi í bústað eðaaaaa í ræktinni á Tene - bara hvar sem er) 

Í verðlaun eru: 2x Ritleiðsla * 3x Peppmolar * 1x IntelliRoll * 1x Combo BodyLog og FootLog 

Fyrir hvert tagg eða hvern póst eða hver einkaskilaboð á Instagram farið þið í pottinn þannig að þið getið átt fleiri en einn miða í pottinum ef þið eruð duglegar að keyra æfingarnar í gang!


GLEÐILEGA PÁSKA 🐣 OG VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR AFTUR VIKUNA 25.APRÍL 💗 💗

Back to blog