MM-Fit MM-Basic INFO

MM-Fit┃MM-Basic

Nokkrir hlutir sem gott er að vita og hafa í huga þegar þið eruð að taka æfingu sjálfar.

Líkamstaðan okkar er mikilvæg Við viljum reyna að passa upp á mjóbakið okkar og virkja réttu vöðva þegar við framkvæmum æfinguna. Reynið alltaf að hugsa ykkur frá toppi til táar. Hvar eiga fætur mínir að vera staðsettir í þessari æfingu, beint undir mjöðmum eða mjaðmabreidd á milli. Mjúk hné. Stoppa í miðju, þessi ósýnilegi veggur fyrir framan ykkur. Hugsa okkur langar, það er þráður að halda ykkur uppi. Beinan hrygg, ekki vera að kíkja mikið niður og upp. Rifbein í línu við mjaðmir. Þegar við svo lyftum þyngdinni upp viljum anda frá okkur, finna fyrir lyftingu í grindarbotni sérstaklega ef við erum með þungt.

Hvað er til ráða ef þið finnið fyrir verkjum í æfingu? prufa að sleppa handlóðum og athuga hvort verkurinn fer. Ekki fara með fætur í sundur eins og aftur stig og fram stig breyta í venj. hnébeygju eða hliðarskref. Láta okkur vita og við gefur ykkur aðra æfingu til að gera í staðin fyrir æfinguna sem þið funduð til í. 

AMRAP: As Many Rounds As Possible eða eina marga hringi og þið getið á X mín.
TC: TimeCap, Klára allar endurtekningar innan X mín eða áður en klukkan hringir.
40/20: Æfingin sjálf er í 40sek svo er hvíld á milli í 20sek áður en þið leggir af stað í næstu æfingu. Stundum er aktív hvíld sem þýðir bara að þá eru þið að framkvæma æfingu í hvíldinni.
30/10: Æfingin sjálf er í 30sek og hvíld í 10sek.
EMOM: Every Minute On the Minute. Þið hafið 1mín til að klára hverja æfingu og viljið reyna að ná smá hvíld inn á milli setta. 30sek er of löng hvíld miða við 12-20sek í hvíld.

Back to blog