Hugmyndir af hádegismat

Afgangar

Aftur í yfirlit

Heimaeldaður matur er alltaf góður kostur. Með því að elda matinn sjálf veistu nákvæmlega hvað er í matnum. Ekki pæla of mikið hvað þú ert að borða í kvöldmat, heldur frekar að borða það sem þér finnst gott og stefna að því að elda hollari rétti. Eina sem þú ættir að hafa bakvið eyrað eru skammtastærðirnar. Ef þú ert að gefa brjóst gæti verið að skammtastærðir eru stærri tímabundið. Sjá hugmyndir af kvöldmat neðar.

Matur í vinnunni

Aftur í yfirlit

Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með thummus og harðsoðnu eggi

Aftur í yfirlit

Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1 msk af hummus á hvert brauð og ca 1/2-1 harðsoðið egg á hvert brauð.

Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með kotasælu og harðsoðnu eggi

Aftur í yfirlit

Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1 msk af kotasælu á hvert brauð og ca 1/2-1 harðsoðið egg á hvert brauð.

Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með túnfisksalati

Aftur í yfirlit

Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð með ca 2 msk af túnfisksalati á hvert.

Súrdeigs ristaðbrauð með smá olífolíu, avocado og sneiddum kirsuberjatómatum

Aftur í yfirlit

Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1/2 tsk af olífolíu á hvert brauð, 1/2 avocado á hvert brauð og kirsuberjatómata að vild

Ommuletta með grænmeti og ristaðbrauð

Aftur í yfirlit

Aðferð:

 1. Steikja grænmeti að vild á pönnu uppúr smá olíu (ca 1 tsk). T.d. sveppi, brokkolí, spínat. Lækka síðan í meðallágan hita.
 2. Hræra egg saman í skál, t.d. 2 egg, 2 egg og 1 hvíta eða 2 hvítur og 1 egg
 3. Hella eggjunum yfir og fullelda.

Skammtastærð: Miða við 2 egg eða 2 egg og 1 hvíta, síðan grænmeti að vild og ef þú ert mjög svöng að bæta við einu ristaðbrauði með t.d. smjöri.

Hollari skyndibiti

Aftur í yfirlit

Þegar kemur að hádegismat/kvöldmat er gott að hafa nokkra skyndibitastaði í huga sem geta talist vera hollari valkosturinn. Skammtastærðirnar eru misstórar og í sumum tilfellum er sniðugt að borða t.d. 1/2 í hádegismat og síðan 1/2 í kvöldmat (eða öfugt) og fá sér þá ávöxt eða auka grænmeti með.

Hér er dæmi um staði sem gætu talist hollari en aðrir (ekki í neinu samstarfi né í neinni ákveðinni röð):

 • Serrano
 • Culiacan
 • Krúska
 • Gló
 • Ginger
 • Lemon
 • Local
 • Joe and the Juice