Yfirlit
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með thummus og harðsoðnu eggi
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með kotasælu og harðsoðnu eggi
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með túnfisksalati
Súrdeigs ristaðbrauð með smá olífolíu, avocado og sneiddum kirsuberjatómatum
Afgangar
Heimaeldaður matur er alltaf góður kostur. Með því að elda matinn sjálf veistu nákvæmlega hvað er í matnum. Ekki pæla of mikið hvað þú ert að borða heldur frekar að borða það sem þér finnst gott og stefna að því að elda hollari rétti.
Matur í vinnunni
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með hummus og harðsoðnu eggi
Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1 msk af hummus á hvert brauð og ca 1/2-1 harðsoðið egg á hvert brauð (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með kotasælu og harðsoðnu eggi
Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1 msk af kotasælu á hvert brauð og ca 1/2-1 harðsoðið egg á hvert brauð (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Súrdeigsbrauð/lífskornabrauð ristað með túnfisksalati
Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð með ca 2 msk af túnfisksalati á hvert (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Súrdeigs ristaðbrauð með smá olífolíu, avocado og sneiddum kirsuberjatómatum
Skammtastærð: Miða við 1-2 ristaðbrauð, ca 1/2 tsk af olífolíu á hvert brauð, 1/2 avocado á hvert brauð og kirsuberjatómata að vild (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Ommuletta með grænmeti og ristaðbrauð
Aðferð:
- Steikja grænmeti að vild á pönnu uppúr smá olíu (ca 1 tsk). T.d. sveppi, brokkolí, spínat. Lækka síðan í meðallágan hita.
- Hræra egg saman í skál, t.d. 2 egg, 2 egg og 1 hvíta eða 2 hvítur og 1 egg
- Hella eggjunum yfir og fullelda.
Skammtastærð: Miða við 2 egg eða 2 egg og 1 hvíta, síðan grænmeti að vild og ef þú ert mjög svöng að bæta við einu ristaðbrauði með t.d. smjöri (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Hollari skyndibiti
Þegar kemur að hádegismat/kvöldmat er gott að hafa nokkra skyndibitastaði í huga sem geta talist vera hollari valkosturinn. Skammtastærðirnar eru misstórar og í sumum tilfellum er sniðugt að borða t.d. 1/2 í hádegismat og síðan 1/2 í kvöldmat (eða öfugt) og fá sér þá ávöxt eða auka grænmeti með (ath getur verið mjög einstaklingsbundið).
Hér er dæmi um staði sem gætu talist hollari en aðrir (ekki í neinu samstarfi né í neinni ákveðinni röð):
- Serrano
- Culiacan
- Krúska
- Gló
- Ginger
- Lemon
- Local
- Joe and the Juice