Yfirlit
Poppkex með möndlu- eða hnetusmjöri og banana
Hafraklatti með möndlu- eða hnetusmjöri
Flatkaka með hummus, kjúklingaskingu og klettasalati
Grískt jógúrt/skyr með möndlusmjöri og epli
Epli með möndlusmjöri og hnetur
Niðurskorið grænmeti með hummus eða púrrulaukssýrðum
Poppkex með möndlu- eða hnetusmjöri og banana
Skammtastærð: ca 2 poppkex smurt með ca 1-2 tsk af hnetu- eða möndlusmjöri á hvert og 1/2 -1 banana dreift á bæði
Skinkuhorn
Upprunaleg uppskrift frá www.engarofgar.com
Innihald:
- 2 bollar fínt malað spelt
- 1 bolli hveitikím
- 1 bolli möndlumjöl (hægt að búa til möndlumjöl með því að hakka í nutribullet eða matvinnsluvél þangað til að það verður að fínu mjöli
- 4 ½ tsk lyftiduft
- 2 tsk salt
- 1 og 1/2 bolli ab mjólk
- 1,5 dollur af 250 gr smurosti með skinku og/eða beikonbragði
- 1 skinkubréf eða 1/3 af svona stórum skinkupakka
Aðferð:
- Ofn stilltur á 180 gráður blástur
- Skinkusmyrjan búin til: Skera skinuna í mjög litla bita og hræra saman við smurostana
- Þurrefni blönduð saman í skál (spel, hveitikím, möndlumjöl, lyftiduft, salt)
- Ab-mjólk blandað saman við (með höndunum) - deigið er frekar blautt.
- Skipta deiginu í ca 4 hluta, nota nóg af spelt hveiti á borðið svo að deigið festist ekki við.
- Fletja út í pizzu og skert síðan deigið í 8 “pizzu sneiðar”
- Setja smurost þar sem “sneiðin” er breiðust og rúlla henni frá breiðasta enda og að mjóasta enda. Klemma síðan hornin svo að smyrjan renni ekki út fyrir.
- Setja á bökunarpappír á bökunarskúffu og inní ofn í 20-25 mín.
Skammtastærð: ca 2 skinkuhorn og epli (eða annar ávöxtur)
Hafraklatti með möndlu- eða hnetusmjöri
Innihald:
- 3 bananar (ca 330 gr maukaðir með gaffli)
- 4 eggjahvítur (1 og ¾ dl úr flösku) (eða 2 egg + 1 hvíta eða 2 hvítur + 1 egg)
- 2 bollar grófir hafrar (tröllahafrar)
- ¼ bolli chia fræ
- 6 döðlur (ca 40 gr skorið í litla bita)
- 1 tsk vanillu dropar (eða ½ tsk vanilluduft)
Aðferð:
- Ofn stilltur á 200 gráður blástur
- Í skál er bönunum og eggjahvítum hrært saman með gaffli í c.a. 1-2 mín
- Bætt við höfrum og hrært með gaffli
- Bætt við chia fræjum og hrært með gaffli
- Bætt við döðlum og hrært með gaffli
- Bætt við vanilludropum eða dufti og hrært
- Bökunarpappír settur í form eða eldfast mót (mæli með stóra glermótinu úr IKEA)
- Bakað á 200 gráðum blástur í 20 mín
- Skorið í 12 ca klatta
Skammtastærð
Ca tveir klattar og 1 msk af möndlu eða hnetursmjöri. Jafnvel hægt að fá sér aukalega einn ávöxt eða skyr (ef svengdin er mikil).
Flatkaka með hummus, kjúklingaskinku og klettasalati
Skammtastærð: 1-2 flatkökur með ca 1 msk af hummus á hvert, 2 kjúklingaskinkur á hvert og klettasalati
Grískt jógúrt/skyr með möndlusmjöri og epli
Skammtastærð: 1 grískt jógúrt/skyr keypt í búð með ca 1 msk af möndlusmjöri og 1 epli
Epli með möndlusmjöri og hnetur
Skammtastærð: 1-2 epli með ca 1 msk af möndlusmjöri og ca 1/4 bolla af hnetum
Niðurskorið grænmeti með hummus eða púrrulaukssýrðum
Skammtastærð: Eins mikið grænmeti og vilt (t.d. gulrætur, blómkál, brokkolí, sellerí og agúrku). Ca 2-3 msk af hummus eða ca 2-3 msk af sýrðum rjóma blandað með púrrulaukssúpu að smekk (ca 1/2 tsk af súpudufti á móti 2 msk af sýrðum)
Kínóa krukkurgrautur
Innihald:
- 1 dl soðið quinoa (eða 1/2 dl grófir hafrar)
- 1 msk chia fræ
- 1 msk hörfræ
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 epli brytjað í litla bita
- 1 msk hnetu- eða möndlusmjör
- 2 dl af möndlumjólk eða annarri mjólk (bæta við mjólk næsta dag ef vilt grautinn blautari)
- 1/2 msk hlynsíróp
Aðferð:
- Quinoa soðið og kælt. Alltaf 1 af quinoa á móti 2 af vatni, þannig t.d. 1 bolli quinoa á móti 2 bollum af vatni. Skolið quinoa, setjið í pott, setjið vatn út á og látið suðuna koma upp, lækkið þá niður í lágan hita og látið malla með loki í 15 mín eða þangað til að vökvinn er farinn. Geymist í ísskáp í ca 5 daga.
- Öllu skellt í krukku eða annað ílát, hrært saman.
- Geymt í lokuðu íláti í ísskáp yfir nóttu.
Skammtastærð
Samkvæmt uppskrift, jafnvel hægt að bæta við nokkrum hnetum eða auka hentu/möndlusmjöri næsta dag.
Chia krukkugrautur
Innihald:
- 3 msk chia fræ
- 1 bolli haframjólk (eða möndlumjólk)
- 1-2 msk hlynsíróp (þarf ekki en gerir aðeins sætara)
- 1/4 tsk vanilludropar eða 1/8 tsk vanilluduft
Aðferð:
- Öllu hrært vel saman í krukku og geymt inní ísskáp yfir nóttu.
Skammtastærð
Samkvæmt uppskrift, jafnvel hægt að bæta við t.d. bláber eða niðurskornum banana (ca 1/4) næsta dag.
Banana, mango prótein boost
Innihald:
- 1 lítið avocado
- 1/2 meðalstór banani
- 1/4 bolli frosið mango
- 1/2-1 bolli vatn
- 1 skammtur af vanillu prótein (sjá aftaná pakkningunni 1 serving size)
Aðferð:
- Öllu hrært saman í blandar/nutribullet. Hægt að bæta við klaka og meira vatni.
Súkkulaði prótein boost
Innihald:
- 1 frosinn banani (eða 1 ófrosinn og 3 klakar)
- 1 bolli haframjólk
- 1/4 tsk kanill
- 1 skammtur af súkkulaði prótein (sjá aftaná pakkningunni 1 serving size)
- 1 msk möndlu- eða hnetusmjör
Aðferð:
- Öllu hrært saman í blandar/nutribullet. ATH ef notað er whey protein er betra að blanda öllu nema próteinunu saman. Síðan bæta prótein við og blanda öllu saman. Hægt að bæta við klaka og meiri mjólk.
Bananabrauð Bjarkar
Innihald:
- 1,5 bolli spelt
- 1/2 bolli haframjöl
- 1 tsk kanill
- 1/2 tsk salt
- 2 tsk lyftiduft
- 2 msk kókosolía (brædd)
- 3 vel þroskaðir bananar
- 10 saxaðar döðlur
- 1 stórt egg
Aðferð:
- Ofn hitaður í 180 gráður.
- Kókosolía brædd í sjóðandi heitu vatni (leggja lokaða krukku í sjóðandi heitt vatn).
- Döðlur saxaðar (hægt að nota nutribullet/matvinnsluvél til að flýta fyrir) því smærri bitar því betra.
- Bananar stappaðir í skál (flýtur fyrir að nota svona kartöflujárn til að stappa). Kókosolía, döðlur og egg bætt við og allt hrært saman.
- Þurrefni blandað saman í sér skál og bætt svo við EÐA sett ofan banana blönduna og hrært lítillega áður en öllu er hrært saman.
- Brauðform smurt eða nota bökunarpappír (persónulega finnst mér best að nota bökunarpappír. Deig helt ofan í.
- Bakað í ca 30-35 mín á 180 gráðum.
Skammtastærð: Ca 2 bananabrauð með ca 2 tsk af möndlusmjöri eða smjör og ostsneið á hverri sneið
Hrökkbrauð með kotasælu, harðsoðnu eggi og agúrku
Skammtastærð
: Ca 2 hrökkbrauð, 1-2 mska af kotasælu á hvert og eins mikla agúrku og þú vilt.
Harðsoðin egg og grænmeti/ávextir
Skammtastærð
: 1-2 harðsoðin egg og einn ávöxt og/eða eins mikið grænmeti og vilt.