Hafragrautur
* Gert um morguninn
Innihald:
- 40 gr hafrar
- 1/2 banani (sneiddur í litlar sneiðar eða kraminn)
- 1-2 tsk möndlusmjör
- Möndlumjól/haframjólk eftir smekk (um 1 bolla)
Aðferð:
1. Öllu skellt í pott og hrært saman/látið malla þar til eldað (ca 5 mín). Ef það á aðeins að gefa barninu er sniðugt að hræra saman banana og möndlusmjör eftir að grauturinn er eldaður, kælir hann fyrr).
Skammtastærð: Miða við þennan skammt í morgunmat. Alltaf hægt að hrista saman vatn og einn skammt af prótein og nota í stað möndlumjólk/haframjólk fyrir sjálfan þig.

Próteinríkari hafragrautur
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 eggjahvíta
- 1 dl hafrar
- 2 dl haframjólk
- 1 msk möndlusmjör
- 1 tsk kanill
Aðferð:
1. Hafrar og haframjólk hitað og hrært saman við miðlungshita, eggjahvíta, möndlusmjör og kanill hrært út í. Þegar allt er eldað og tilbúið (grauturinn orðinn þykkur og haframjólkinn hluti af grautum) að slökkva undir. Má setja smá haframjólk út og kanil, jafnvel niðurskorið epli.

Grísk snilld m/berjum
* Gert kvöldið áður og klárað um morguninn
Innihald:
- 2 msk grísk jógúrt
- 15 gr chia fræ
- 1 kúfuð tsk hnetusmjör*
- Múslí (2 msk)
- Kókos (1 tsk)
- Ber að eigin vali
Aðferð:*
1. Setja gríska jógúrt í box og blanda chia fræunum vel saman við kvöldið áður. Þau bólgna svo um nóttina.
2. Um morguninn setur þú hnetusmjör, múslí, kókos og ber yfir og annað hvort tekur með eða borðar á staðnum.

Hleðsla m/Cheerios
* Gert um morguninn
Innihald:
- Hleðsla að eigin vali
- ca. 35 gr Cheerios
Aðferð:
1. Hella ískaldri Hleðslu yfir Cheerios og njóta!

Hollustu pönnukaka
* Gert um morguninn en einnig hægt að gera kvöldinu áður
Innihald:
- 1 egg
- 1/3 bolli hafrar
- ½ banani
- Smá vanilludropar
Aðferð:
1. Allt sett í nutribullet eða blandara og steikt á pönnu
2. Hita ca ¼ tsk af kókosolíu á pönnu á miðlungs-lágum hita
3. Steikja á hvorri hlið (ef gert kvöldinu áður er þetta geymt í kæli og skref d. skellt á um morguninn).
4. Setja möndlusmjör, banana og hunang ofaná
Skammtastærð: Miða við þennan skammt í morgunmat (eða hádegismat) með ca 1-2 tsk af möndlusmjöri og 1/4-1/2 sneiddum banana ofaná og allt að 1/2 tsk af hunang

Kínóa krukkugrautur
* Gert kvöldinu áður
Innihald:
- 1 dl soðið quinoa (eða 1/2 dl grófir hafrar)
- 1 msk chia fræ
- 1 msk hörfræ
- 1/2 tsk kanill
- 1/2 epli brytjað í litla bita
- 1 msk hnetu- eða möndlusmjör
- 2 dl af möndlumjólk eða annarri mjólk (bæta við mjólk næsta dag ef vilt grautinn blautari)
- 1/2 msk hlynsíróp
Aðferð:
1. Quinoa soðið og kælt. Alltaf 1 af quinoa á móti 2 af vatni, þannig t.d. 1 bolli quinoa á móti 2 bollum af vatni. Skolið quinoa, setjið í pott, setjið vatn út á og látið suðuna koma upp, lækkið þá niður í lágan hita og látið malla með loki
í 15 mín eða þangað til að vökvinn er farinn. Geymist í ísskáp í ca 5 daga.
2. Öllu skellt í krukku eða annað ílát, hrært saman.
3. Geymt í lokuðu íláti í ísskáp yfir nóttu.
Skammtastærð: Samkvæmt uppskrift, jafnvel hægt að bæta við nokkrum hnetum eða auka hentu/möndlusmjöri næsta dag. Einnig hægt að fá sér sem millimál.

Chia krukkugrautur
* Gert kvöldinu áður
Innihald:
- 3 msk chia fræ
- 1 bolli haframjólk (eða möndlumjólk)
- 1-2 msk hlynsíróp (þarf ekki en gerir aðeins sætara)
- 1/4 tsk vanilludropar eða 1/8 tsk vanilluduft
Aðferð:
1. Öllu hrært vel saman í krukku og geymt inní ísskáp yfir nóttu.
Skammtastærð: Samkvæmt uppskrift, jafnvel hægt að bæta við t.d. bláber eða niðurskornum banana (ca 1/4) næsta dag. Einnig hægt að fá sér sem millimál.

Hafraklattar
* Bakað samdægurs eða gert kvöldinu áður
Innihald:
- 3 bananar (ca 330 gr maukaðir með gaffli)
- 4 eggjahvítur (1 og ¾ dl úr flösku) (eða 2 egg + 1 hvíta eða 2 hvítur + 1 egg)
- 2 bollar grófir hafrar (tröllahafrar)
- ¼ bolli chia fræ
- 6 döðlur (ca 40 gr skorið í litla bita)
- 1 tsk vanillu dropar (eða ½ tsk vanilluduft)
Aðferð:
1. Ofn stilltur á 200 gráður blástur
2. Í skál er bönunum og eggjahvítum hrært saman með gaffli í c.a. 1-2 mín
3. Bætt við höfrum og hrært með gaffli
4. Bætt við chia fræjum og hrært með gaffli
5. Bætt við döðlum og hrært með gaffli
6. Bætt við vanilludropum eða dufti og hrært
7. Bökunarpappír settur í form eða eldfast mót (mæli með stóra glermótinu úr IKEA)
8. Bakað á 200 gráðum blástur í 20 mín
9. Skorið í ca. 12 klatta
Tips: Gera nokkra skammta fyrirfram. Skera og setja í kælipoka og inn í frysti. Ekkert mál að grípa svo með sér um morguninn, skella í öbbann og setja svo möndlusmjör á heitan klatta.
Skammtastærð: Ca tveir klattar og 1 msk af möndlu eða hnetursmjöri. Jafnvel hægt að fá sér aukalega einn ávöxt eða skyr (ef svengdin er mikil). Einnig hægt að fá sér sem millimál.

Banana, avocado, mangó boozt (með prótein)
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 lítið avocado
- 1/2 meðalstór banani
- 1/4 bolli frosið mango
- 1/2-1 bolli vatn
- 1 skammtur af vanillu prótein (sjá aftaná pakkningunni 1 serving size) (má sleppa)
Aðferð:
1. Öllu hrært saman í blandar/nutribullet. Hægt að bæta við klaka og meira vatni. Einnig hægt að fá sér sem millimál.

Banana- og bláberjapannsa
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1/2 vel þroskaður banani
- 1 dl af bláberjum (sirka ein lúka)
- 1 egg (ef eggin eru mjög lítil er gott að setja tvö egg eða taka hvítuna úr seinna egginu og bæta við)
- ½ dl grófir hafrar (tröllahafrar)
- 1 tsk af kanil
- Kókosmjöl eftir smekk
Aðferð:
1. Banani stappaður í skál með gaffli (haltu áfram að nota þennan gaffal til að hræra öllu saman)
2. Eggjum bætt við og hrært lítillega saman við
3. Kanil bætt við og hrært lítillega saman við
4. Bláber sett síðast - gott að miða við eina lúku
5. Allt hrært vel saman með gafflinum þar til blandan er orðin þétt
6. Panna hituð á meðalhita
7. Olía (OLIFA steikingarolía hentar mjög vel t.d.) eða smá smjör sett á pönnuna
8. Hellið deiginu á í þá stærð af pönnukökum sem þú vilt.
9. Steikja þar til hliðin sem snýr upp er farin að búbbla og snúa þá við.
Skammtastærð: Gott að borða með ca. 1-2 tsk af hnetusmjöri og smyrja það yfir. Það er líka gott að nota þessar sem hádegismat og bæta við jarðaberjum ofan á eftir steikingu.

Bananasplitt boozt (með próteini)
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 lítil Ísey hreint skyr (eða 2 msk af hreinu skyri/grískri jógúrt) (má vera vanilluskyr einnig)
- 1/2 - 1 banani (fer eftir stærð)
- 1/4 dl af tröllahöfrum
- 1 msk kókos (má minnka eða stækka eftir smekk)
- 1 skammtur af súkkulaði prótein (sjá aftan á pakkningunni 1 serving size) (má sleppa)
- Klakar eftir smekk
Aðferð:
1. Allt sett saman í blandara/Nutribullet og hellt í glas. Þetta er einnig frábært millimál.

Kaldur hafragrautur
* Gert daginn áður
Innihald:
- 40 g haframjöl (Hægt að gera til helminga venjulega- og tröllahafra)
- 3 dl vatn
- Meðlæti að eigin vali t.d.: rúsínur, kanill, kókosmjöl, hnetusmjör, möndlusmjör, chia fræ, banani, epli, hnetur o.fl.
Aðferð:
1. Hafrarnir settir í pott ásamt vatninu
2. Láta malla þar til grauturinn er orðinn þykkur (eða eftir smekk).
3. Grauturinn færður yfir í nestisbox og skreyttur með meðlæti að eigin vali.

Orkumikið boozt
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1/4 avocado (1/2 ef þetta eru lítil)
- 1 banani (best að hafa hann vel þroskaðann)
- 1 Hámark eða Hleðsla
- 1 Weetabix kubbur
- Klakar að vild
Aðferð:
1. Allt sett saman í blandara/Nutribullet og hellt í glas.

Væmið og krúttlegt morgunboozt
* Gert um morguninn
Innihald:
- Lúka af frosnum hindberjum
- Hálfur til heill banani
- Lítil dós af vanilluskyri
- Mjólk eftir smekk (eða smá vatn)
- Klakar eftir smekk
Aðferð:
1. Allt sett í blandara og blandað þar til áferðin er orðin að þínu skapi.

Próteinsjeik
Aftur í yfirlit
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 skeið súkkulaðiprótein // súkkulaði hnetusmjörsprótein
- 3 kúptar matskeiðar vanillu Ísey skyr
- 1/2 frosinn banani
- 4 frosin jarðaber
- Lúka frosin hindber
- Vatn (hversu mikið fer eftir því hversu þykkan sjeik þú vilt passa bara að hafa það ekki of lítið)
- 4 stórir klakar
Aðferð:
1. Allt sett saman í blandara/Nutribullet og hellt í glas. Þetta er einnig frábært millimál.

Tropical boozt
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 lúka af mangó
- 1 lúka af ananas
- 1/2 pera
- lítil dós af bananaskyri
- 2 tsk kókos
- klakar að vild og örlítið vatn með
Aðferð:
1. Allt sett í blandara og blandað þar til áferðin er orðin að þínu skapi. Weetabix kubbur gengur líka hér ef þú vilt gera þetta matarmeira.

Hámark og weetabix
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 Hámark
- 2 weetabix kubbar
- 1 msk rúsínur
Aðferð:
1. Sett saman í skál. Gott að stappa aðeins í Weetabixinu svo það drekki betur í sig Hámarkið. Best að borða það strax.

Grískt jógúrt með súkkulaði, ferskjum og grænu epli
* Gert um morguninn
Innihald:
- Súkkulaði og ferskju grískt jógurt
- 1/2-1 stk grænt epli
Aðferð:
1. Skerið eplið í litla bita og blandið saman við jógúrtið. Hægt er að setja chia fræ út í og leyfa þeim að bólgna ef vill.

Hollustu bananapönnsur með kanil
* Gert um morguninn
Innihald:
- 1 banani
- 1 egg
- 20 g tröllahafrar
- Kanill eftir smekk
Aðferð:
1. Bananinn er maukaður eða settur í blender glas ásamt hinum hráefnunum.
2. Hitið pönnu með smá olíu eða cooking sprey (þá kemur ekki olíu bragð af pönnukökunni)
3. Þið ættuð að ná að gera 3 miðlungs pönnukökur.
4. Skreytið pönnukökurnar með hnetusmjöri, hunangi eða berjum og sem spari Nutella.

Skyr með haframjöli
* Gert um morguninn
Innihald:
- Lítil skyrdós
- 1 dl hafrar
- 1 msk rúsínur eða döðlur
- 1/2 tsk chia fræ
- Skvetta af akasíuhunangi
Aðferð:
1. Allt sett saman í skál.

Næturgrautur ala FitbySigrún
Innihald:
- 30-40gr hafrar (ca 1 dl)
- 10 gr chia fræ (ca 1 msk)
- 100 gr Örnu grískt jógúrt með bragði (um 3-4 msk) eða skyr með bragði
- 100-200 gr mjólk (um 1-2 dl)
Aðferð:
1. Öllu hrært saman í lokuðu ílàti og sett í ísskáp yfir nóttu.
2. Gæti verið gott að skella smá döðlum með eða frosnum ávöxtum eins og hinddber. Ef þú ætlar að bæta við ferskum ávöxtum að gera það að morgni til.

Eldsnöggt keypt í næstu matvörubúð
Innihald:
- 1 grískt jógúrt eða skyr með múslí og 1 banani
- 1 skyr, ca 1 msk af möndlu- eða hnetusmjöri blandað saman við skyrið og 1 banani (hluti gæti verið sneiddur út í skyrið)
- 1 hámark/hleðsla og 1 banani
- Banani + möndusmjör/hnetusmjör og hleðsla/hámark
- Ab mjólk/skyr/grískt jógúrt, smá möndlu- eða hnetusmjör og múslí/cherrios/albran

- 40 g haframjöl

Létt Ab mix með kornflexi
* Gert um morguninn
Innihald:
- Kornflex
- Létt Ab
- Rúsínur
Aðferð:
1. Allt sett saman í skál. Ef maður vill gera þetta smá spari hægt að setja hunangsþurrkaða banana.

Næturgrautur með Hleðslu
Innihald:
- 40 gr hafrar (1 dl)
- 10 gr chia (1 msk)
- 1/2 Hleðsla
Aðferð:
1. Gott að gera tvo í einu til að nota eina Hleðslu.
2. Hræra saman og setja inn í ísskáp
Skammtastærð: 1-2 grautar (Ef notuð er heil Hleðsla).

Grautarboozt
Innihald:
- 1/2-1 banani
- 1/2 bolli trölla hafrar (eða 2dl hafrar ef þú vilt hafa hann matarmeiri)
- 1 kúfuð msk möndlusmjör eða hnetusmjör
- Salted caramel protein (valkvæmt)
- 200-300ml möndlu- eða kókosmjólk
- Klakar
Aðferð:
1. Breyttu grautnum þínum í boozt!
2. Allt sett í blandara.
Skammtastærð: 1 drykkur
