Hugmyndir af sætindum

Banana hnetusmjörs samloka

Aftur í yfirlit

Innihald: 
- Banani
- Hnetusmjör 
- Suðusúkkulaði
- Kókos

Aðferð: 
1. Bræða tvær lengjur af suðusúkkulaði (ca 8 bita)
2. Einn banani skorinn í sneiðar (passa ekki of þunnt)
3. 5 gr af hnetusmjöri sett á milli
4. Velt upp úr suðusúkkulaði til þess að loka samlokunni. Hægt að strá t.d. kókos, söxuðum hnetum eða smá salti yfir.
5. Sett í box og geymt í frysti. 

Skammtastærð: 1-2 samlokur er ótrúlega þægilegur skammtur fyrir smá sætindanart og lætur skammtinn sem þú bjóst til endast lengur. 

Hollustu döðlugott 

Aftur í yfirlit

Innihald:
- Ferskar döðlur (seldar í kælinum til dæmis í Krónunni og Bónus)
- Hnetu- eða möndlusmjör (Mælum með möndlusmjöri frá Hberg og hnetusmjöri frá MUNA) 

Aðferð:
1. Döðlurnar eru skornar fyrir miðju og steinarnir teknir úr.
2. Sirka hálf teskeið af möndlusmjöri eða hnetusmjöri sett á milli.
3. Gott er að raða döðlunum svo í nestisbox og setja svo inn í frystinn. Ef þú þarft að setja aðra hæð af döðlugotti ef þú gerir t.d. stóran skammt eða ert með lítið box að þá er gott að setja bökunarpappír á milli.
4. Best er að borða þær beint úr frystinum. Algjör dásemd að eiga alltaf inni í frysti.

Skammtastærð: Gott er að miða við að fá sér tvær og allt að fjórum.

Kasjú súkkulaðimolar

Aftur í yfirlit

Innihald:
Botn:
- 1/2 bolli sesamfræ 
- 1/2 bolli saxaðar döðlur (sem þú kaupir í poka eða saxar sjálf)
- 100 gr (ca 1 dl) kasjú hnetur
- 100 gr hnetusmjör, kasjúsmjör eða möndlusmör (mælum með hnetusmjöri frá MUNA og kasjú og möndlusmjöri frá H-Berg) 
- 1/4 bolli agave síróp (eða önnur sambærileg sæta).  - 1/4 bolli kókosolía
Súkkulaði:
- 1/8 bolli agave síróp (eða sambærileg sæta)
- 1/4 bolli kókosolía 
- 1/4 bolli kakó

Aðferð:
1. Byrjið á því að blandað vel saman í matvinnsluvél sesamfræ, saxaðar döðlur og kasjú hnetur (einnig hægt að nota Nutribullet). 
2. Næst bætir þú við hnetusmjörinu, agave sírópinu og kókosolíunni. Blanda vel saman. 
3. Næst skaltu græja eldfast mót og setja bökunarpappír. 

4. Þjappaðu deiginu úr matvinnsluvélinni í pappírinn í eldfastamótinu og skelltu inn í frysti.
6. Nú skaltu búa til súkkulaðið á meðan botninn kólnar. Agave, kókosolía og kakó hrært saman og síðan dreift yfir deigið úr frystinum. Þessu er síðan skellt í frysti í amk 30 mín.
7. Gott er að skera í litla bita og geyma þannig í box.

Skammtastærð: Gott að eiga þetta til í frysti og gætiir miðað við að fá þér 2 mola sem eru á stærð við konfekt mola. 

Kasjú súkkulaðimolar í flýti 

Aftur í yfirlit

Innihald:
- 1/2 bolli sesamfræ (t.d. frá MUNA) 
- 1/2 bolli saxaðar döðlur (t.d. frá MUNA) 
- 1/2 bolli kókosmjöl (t.d. frá MUNA)  
- 100 gr (ca 1 dl) kasjú hnetur
- 100 gr hnetusmjör, kasjúsmjör eða möndlusmör (mælum með hnetusmjöri frá MUNA og kasjú og möndlusmjöri frá H-Berg) 
- 1/4 bolli agave síróp (eða önnur sambærileg sæta) 
- 1/4 bolli kókosolía
- 1/4 bolli kakó  

Aðferð:
1. Öllum innihaldsefnum blandað vel saman í matvinnsluvél. 
2. Næst skaltu græja eldfast mót og setja bökunarpappír. 
3. Þjappaðu deiginu í matvinnsluvélinni í pappírinn í eldfastamótinu og skelltu inn í frysti. 


Skammtastærð: Gott að eiga þetta til í frysti og gætiir miðað við að fá þér 2 mola sem eru á stærð við konfekt mola. 

Kókoskúlur

Aftur í yfirlit

Innihald:
- 1 bolli döðlur
- 1 bolli vatn
- 1 dl kókosolía brædd
- 2 msk agave síróp
- 1/2 bolli kakó
- 1 bolli fínt eða gróft haframjöl
- Kókos til að velta kúlum uppúr

Aðferð:
1. Settu döðlur í pott og vatn yfir. Vatnið ætti að rétt þekja döðlurnar. Láttu vatnið sjóða þar til það hefur gufað upp - þá ertu búin að ná að mýkja döðlurnar. Best er að nota töfrasprota ef þú átt og hakka döðlurnar þannig að þær verði að mauki.
2. Á meðan þú ert að græja döðlurnar getur þú búið til restina af deiginu. Blandaðu saman bræddri kókosolíu, agave sírópi og kakói. Til þess að bræða kókosolíu getur þú annaðhvort sett krukkuna í heitt vatnsbað eða þá tekið skammt af henni og brætt í örbylgju.
3. Bættu höfrum við. Ef þú notar tröllahafra er gott að nota töfrasprotan á þetta svo hafrarnir séu ekki of grófir.
4. Næst skaltu blanda döðlumaukinu saman við.
5. Notaðu teskeið til þess að búa til kúlurnar og veltu þeim síðan upp úr kókos.
6. Kókoskúlurnar eru bestar kaldar og geymast þær í ísskáp. Getur miðað við að kæla í amk 30 mín áður en þú færð þér.

Skammtastærð:  Miðaðu t.d. við að fá þér 2 kúlur.

Back to blog