INNKAUPALISTI
Við mælum með að skrifa matseðilinn niður yfir helgina fyrir innkaup á mánudegi eða undir lok vikunnar til að versla fyrir helgina. Það gæti sparað mikinn tíma að versla inn á mánudegi fyrir mánudag, þriðjudag og miðvikudag og á fimmtudegi fyrir fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.
Á mánudegi gætir þú gert innkaupalista fyrir mánudag til miðvikudags og farið í búðina. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi út frá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir fyrir fimmtudag/föstudag. Ef eitthvað kemur upp um helgina ertu með forskot á matarinnkaup vikunnar og getur keypt minna fyrir byrjun vikunnar.

Prófaðu þig áfram með þetta og finndu hvað hentar þér og þínu heimili. Sumum finnst gott að skrifa innkaupalistann niður á blað og er sniðugt að eiga til þannig skipulag í skipulagsbókinni sinni. Það er t.d. til skipulag hjá Prentsmiður. Öðrum finnst gott að eiga til sameiginlegt notes skjal í símanum og þá geta þeir sem eru á heimilinu bætt við jafn óðum í notes það sem vantar. Síðan þegar farið er í búðina er strokað út jafn óðum. Það gæti líka hentað að nota sér app fyrir þetta en þá geta allir á heimilinu bætt þar inn.
→ Við getum aðstoðað þig með innkaupalistann í Matarþjálfun.