Innkaupalisti

INNKAUPALISTI

Það er mjög gott og ákveðinn sparnaður í því að fara í búðina með innkaupalista. Þannig kemur maður í veg fyrir að kaupa óþarfa og kemur ekki heim úr búðinni án þess að hafa keypt hlutina sem þú fórst upprunalega til þess að kaupa. Það er mismunandi hversu oft það hentar hverjum og einum að fara í búð í viku. Sumum nægir að fara einu sinni fyrir vikuna meðan aðrir hafa ekki tök á því að geyma heila viku af matvælum. Það er gott að finna sér góða lendingu þarna og hafa ákveðna daga sem farið er að versla. Mikilvægast er að finna skipulag sem hentar þér.


Við mælum með að skrifa matseðilinn niður yfir helgina fyrir innkaup á mánudegi eða undir lok vikunnar til að versla fyrir helgina. Það gæti sparað mikinn tíma að versla inn á mánudegi fyrir mánudag, þriðjudag og miðvikudag og á fimmtudegi fyrir fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. 

Á mánudegi gætir þú gert innkaupalista fyrir mánudag til miðvikudags og farið í búðina. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi út frá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir fyrir fimmtudag/föstudag. Ef eitthvað kemur upp um helgina ertu með forskot á matarinnkaup vikunnar og getur keypt minna fyrir byrjun vikunnar. Prófaðu þig áfram með þetta og finndu hvað hentar þér og þínu heimili. Sumum finnst gott að skrifa innkaupalistann niður á blað og er sniðugt að eiga til þannig skipulag í skipulagsbókinni sinni. Það er t.d. til skipulag hjá Prentsmiður. Öðrum finnst gott að eiga til sameiginlegt notes skjal í símanum og þá geta þeir sem eru á heimilinu bætt við jafn óðum í notes það sem vantar. Síðan þegar farið er í búðina er strokað út jafn óðum. Það gæti líka hentað að nota sér app fyrir þetta en þá geta allir á heimilinu bætt þar inn.

→ Við getum aðstoðað þig með innkaupalistann í Matarþjálfun.

Back to blog