Matarræði með barn á brjósti

MATARRÆÐI
- BRJÓSTAGJÖF -

Þú þekkir þinn líkama best og maður þarf að prófa sig áfram til að vita...


Það eru til allskonar ráðleggingar og "boð og bönn" þegar kemur að matarræði kvenna með barn á brjósti.

Best er að fylgja ráðleggingum sem eru gefnar út hjá Heilsuvera og reyna ná inn sem fjölbreyttastri næringu. Þú ættir ekki að þurfa að breyta neinu við matarræðið þegar þú gefur brjóst og er fjölbreytt fæði það sem er mælt með af heilsustofnunum. Ef þú ert sísvöng gæti t.d. verið að þú þurfir heildstæðara matarræði, að þú ert að borða of mikið af kolvetnum eða fitu eða að þú sért ekki að borða nóg. Þú getur komið í matarþjálfun til okkar til þess að læra betur inn á þig og matinn þinn og auka þar með þekkingu þína á sjálfri þér.


Hér er viðmið um það hvernig þú getur byrjað að huga að matarræðinu með barn á brjósti:

Skref 1: Vatnsdrykkja
Það sem þú skalt byrja á að huga að er vatnsdrykkjan þín. Komdu vatnsdrykkju í vana og getur þú miðað við að drekka 500-600ml flösku 2x fyrir hádegi, 2x eftir hádegi og síðan með máltíðum og ca auka vatnsflösku ef þú ferð á æfingu og svitnar mikið.

Skref 2: Vítamín
Komdu því í vana að taka vítamín. Viðmið gæti verið að taka áfram fjölvítamín sem þú tókst á meðgöngunni (prenatal vitamin), omega-3 og d-vítamín. Síðan gæti verið að þú þurfir auka B-12 (t.d. b-stress) eða auka járn og c-vítamín.

Skref 3: Góðar matarvenjur
Komdu inn góðri morgunvenju og venju í kringum millimál. Til þess að koma upp góðum vana gæti verið gott að borða á sambærilegum tíma. Komdu næst skipulagi á kvöldmatnum, t.d. að gera vikumatseðil og elda aukalega svo þú eigir til afganga í hádegismat.

Skref 4: Borða meira grænmeti og ávexti
Komdu því í vana að borða grænmeti og ávexti. Settu þér markmið að fá þér grænmeti og ávexti fyrir hádegi og þegar það er komið í vana að fá þér eftir hádegi. Þú gætir t.d. fengið þér epli sem hluta af morgunmat og gulrætur sem hluta af millimál fyrir hádegi. Það sama á við um eftir hádegið. Veldu eina tegund af ávöxtum og grænmeti sem þú getur hugsað þér að borða og byrjaðu þar.

Skref 5: Vel samsettar máltíðir
Settu saman máltíðir og millimál sem innihalda orkuefnin þrjú: prótein, kolvetni og fitu. Miðaðu að því að 20-30% er prótein, 40-60% er kolvetni og 10-20% er fita. Best er að reikna út orkuþörfina út frá nokkrum þáttum og er skynsamt að vera undir leiðsögn þjálfara, t.d. í matarþjálfun hjá okkur.

Ef þú ert ekki að ná inn nægilega miklu próteini úr fæðunni þinni getur þú kannað hvort próteinduft hafi áhrif á barnið. Byrjaðu fyrst að kanna hvort þú getur aukið inn prótein með því að fá þér próteinríka fæðu áður en þú skoðar próteinduft.

→ Ef þú ert með einhverjar spurningar tengt matarræði með barn á brjósti skaltu endilega senda þær á sigrun@fitbysigrun.com


Back to blog