Vikumatseðlar

VIKUMATSEÐLAR


Sunnudagur: Gott sunnudagslasagne
Það er snilld að bæta kotasælu ofan á lögin til þess að fá þessa Bechamel sósu tilfinningu en bara easy og einfalt :) 

Mánudagur: Mánudagsfiskur 
Getið keypt fiskrétt í búð og haft hrísgrjón eða góðar kartöflur með ásamt fersku salati.  


Miðvikudagur: Píta með hakki 
Góð pítubrauð til í frysti í Bónus/Krónunni. Max pítuhax er að blanda saman öllu sem maður vill í skálina ásamt smá sósu, þá kemst allt út um allt og þú færð eiginlega allt í hverjum bita. Gott er að steikja hakkið með oreganó, salti, pipar og smá hvítlaukskryddi ef þið eigið.

Fimmtudagur: Taco skál með afgöngum af hakki
Hita hrísgrjónin og hakkið saman á pönnu ásamt grænmeti og salsasósu. Skerið niður ferskt grænmeti sem ykkur langar í, stráið smá osti yfir og gott að skella smá avocado ef maður á eða smá sýrðum/kotasælu ofan á í restina.  

Föstudagur: Tortilla pizza
Hægt að nota hvaða tortilla kökur sem er, annað hvort salsasósu eða pizzasósu og það grænmeti, kjötálegg og ost sem þið viljið. Þannig er líka hægt að koma krökkunum inn í matseldina og láta þau gera og raða á sína pizzu sjálf.  Laugardagur: Matarboð / Take-out / Datenight (okkur finnst gott að gefa vikunni smá svigrúm þar sem maður nær ekki ALLTAF að elda og er stundum óvænt boðið í mat) 

Laugardagur: Matarboð / Take-out / Datenight
Okkur finnst gott að gefa vikunni smá svigrúm þar sem maður nær ekki ALLTAF að elda og er stundum óvænt boðið í mat.


Hugmynd 2 

Aftur í yfirlit

Mánudagur: Fiskréttur sem þið kaupið í búð eða plokkfiskur
Hægt að kaupa frá t.d Gríms. Mælum með að hafa kartöflur/hrísgrjón sem meðlæti og nóg af grænmeti og/eða fersku salati.   

Þriðjudagur: Píta með hakki 
Góð pítubrauð til í frysti í Bónus/Krónunni. Max pítuhax er að blanda saman öllu sem maður vill í skálina ásamt smá sósu, þá kemst allt út um allt og þú færð eiginlega allt í hverjum bita. Gott er að steikja hakkið með oreganó, salti, pipar og smá hvítlaukskryddi ef þið eigið.

Miðvikudagur: Taco skál með afgöngum af hakki
Hita hrísgrjónin og hakkið saman á pönnu ásamt grænmeti og salsasósu. Skerið niður ferskt grænmeti sem ykkur langar í, stráið smá osti yfir og gott að skella smá avocado ef maður á eða smá sýrðum/kotasælu ofan á í restina.  

Fimmtudagur: Kjúklingabringur með pestó
Það er til dæmis gott að nota grjónin síðan daginn áður (sjóða bara aðeins meira og hita þau daginn eftir). Ferskt salat með.  

Föstudagur: Föstudagspizza a la þið. 

Laugardagur: Matarboð / Take-out / Datenight
Okkur finnst gott að gefa vikunni smá svigrúm þar sem maður nær ekki ALLTAF að elda og er stundum óvænt boðið í mat.

Sunnudagur: Afgangar eða góð súpa.
Ef þið hafið tíma er mjög gott að hafa þessar kotasælubollur með súpu - hægt að gera fyrr um daginn eða á laugardeginum. Þær eru síðan mjög góðar sem millimál eða í hádeginu restina af vikunni. 


Hugmynd 3 

Aftur í yfirlit

Mánudagur: Fiskréttur með grjónum
Þessi hérna er mjög góður: Einfaldur og æðislegur karrýfiskur


Þriðjudagur: Hakk pítur
Það sem þarf er hakk, taco krydd (eða annað krydd sem ykkur finnst gott), pítusósa / jógúrtsósa, agúrka, kál, pítubrauð (gott pítubrauð til í frysti í t.d. Bónus og Krónunni). Getið eldað tvöfalt hakk og átt afgang fyrir tacos daginn eftir og þannig sparað tíma. 

Miðvikudagur: Tacos
Hakk frá kvöldinu áður, salsa, avocado, kál, agúrka, papríka, skeljar/vefjur.

Fimmtudagur: Kjúklingabringur með pestó og kotasælu
Pestó að eigin vali hrært saman við kotasælu og sett yfir sem dressingu (gott auka ’touch’ er að strá ólífum eða döðlum yfir áður en þið setjið inn í ofn) og eldað á 180 gráðum undir yfir hiti í um 30 mín, fer eftir stærð á bringunum. Grjón eða sætar kartöflur með og ferska grænmetið sem þú átt.  

Föstudagur: Föstudagspizza
Smá samvera með fjölskyldunni, kaupa deig, pizzusósu og álegg, mjög einfalt í IKEA t.d.) 

Laugardagur: Lasagne
Fullt af uppskriftum af Lasagne á til á netinu. Okkur finnst mjög gott að setja stóra dós af kotasælu í stað ostasósu. Þá setur þú lasagne plötur - hakk blöndu - kotasæla - lasagneplötur... þar til allt er búið (hakkið er skipt í 3-4 hluta) og svo ostur ofan á. 

Sunnudagur: Afgangar


Hugmynd 4 

Aftur í yfirlit

Sunnudagur: Einfalt og gott
Eitthvað saðsamt og seðjandi eins og t.d. hrísgrjónagrautur. 

Mánudagur: Fiskréttur
Til dæmis úr fiskbúð eða þessi hérna sem er svo einfaldur en ótrúlega góður.  

Þriðjudagur: Fajitas
Steikja það grænmeti og kjöt sem ykkur langar (hægt að hafa bæði kjúkling eða hakk ef mig langar í kjöt), sjóða hrísgrjón og skammta inn í tortilla vefjur með salsa sósu, rúlla þeim upp og raða í eldfast mót, strá osti yfir og inn í ofn þangað til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Öðruvísi twist á burrito vefjuna sem á oft til að verða nákvæmlega eins alltaf (kv. Arna sem borðar alltaf það sama hehe) Gott að borða með sýrðum rjóma ef ég á hann. 

Miðvikudagur: Lasagna 

Fimmtudagur: Afgangar eða eitthvað snarl heima
Eggjabrauð, ommuletta, pasta eða annað sem gæti verið að renna út. Gott að ofplana líka ekki vikuna þannig þið hafið svigrúm ef ykkur er óvænt boðið í mat eða dagurinn fer ekki eins og planað og þið pantið ‘take-out’. 

Föstudagur: Heimagerð pizza
Mæli með ef þið eruð vanar að gera franskar með pizzunni heima að prófa þessar hérna, þær eru frábærar!   

Laugardagur: Kjúklingabringur í ofni m. hrísgrjónum og fersku salati
Þessi hérna er skotheld og ótrúlega einföld.


Hugmynd 5 

Aftur í yfirlit

Sunnudagur: Súpa og naan brauð
Mjög gott naan brauð til í kæli í Bónus og allskonar súpu uppskriftir til á netinu eða jafnvel tilbúið í kæli í t.d. Bónus. 

Mánudagur: Fiskréttur
Kaupa fiskrétt í fiskbúð eða kíkja í uppskriftabókina sem þú átt upp í skáp að safna ryki og finna góðan fiskrétt þar og prufa.

Þriðjudagur: Tacos
Prófa nýja samsetningu af tacos t.d. þessa hérna.

Miðvikudagur: Lasagna 

Fimmtudagur: Afgangar eða eitthvað snarl heima
Eggjabrauð, ommuletta, pasta eða annað sem gæti verið að renna út. Gott að ofplana líka ekki vikuna þannig þið hafið svigrúm ef ykkur er óvænt boðið í mat eða dagurinn fer ekki eins og planað og þið pantið ‘take-out’.  

Föstudagur: Heimagerð pizza 

Laugardagur: Kjúklingaréttur 


Hugmynd 6 

Aftur í yfirlit

Sunnudagur: Mexíkóskt lasagne eða tortillakaka
Hér er æðisleg uppskrift frá Ljúfmeti.

Mánudagur: Hakk og spaghetti
Til að gera meira úr hakkinu mælum við með að saxa slatta af brokkólí og gulrótum smátt. Steikja lauk og hvítlauk á pönnu ásamt grænmetinu áður en hakkinu er bætt saman við. Velja góða pasta sósu og malla í a.m.k. 30 mín. Meira en klukkustund gerir hakkið bragðmeira. Ef að spaghetti fer illa í þig er hægt að kaupa edamame spaghetti í t.d. krónunni.

Þriðjudagur: Afgangar
Ef það eru ekki afgangar þá eitthvað einfalt snarl heima eins og eggjabrauð eða ommilettur með grænmeti sem þú átt til eða einfaldlega take-out. Margir staðir með þriðjudagstilboð eins og t.d. Wok On.  

Miðvikudagur: Tacos
Sala, avocado/gucamole, vefjur eða skeljar, hakk eða kjúklingur, taco krydd, kál, agúrka. 

Fimmtudagur: Mangó bleikja með sætum kartöflum
Setur bleikju ofan á álpappír sem er ofaná bökunarplötu. Passaðu að hafa smá olíu á álpappírnum. Dreifðu mangó chutney (eftir smekk, um 2-4 msk) og hakkaðar pekanhnetur yfir bleikjuna og eldaðu á 200 gráður í ca 15-20 mín. Skerðu sæta kartöflu í þunnar sneiðar, raðaðu á bökunarplötu, settu olíu yfir og kryddaðu eftir smekk - t.d. salt, pipar og papríka. Eldaðu þær í ca 30-40 mín - gott að snúa þeim við eftir ca 20 mín).

Föstudagur: Heimagerð pizza
Kaupa pizzadeig eða gera sjálf t.d. spelt Pizzu Ebbu - velja síðan toppings sem þér finnst gott. 

Laugardagur: Kjúklingaréttur
Fylltar kjúklingabringur með pestó-rjómaostafyllingu og beikoni frá Ljúfmeti eru mjög góðar - allt svo einfalt hjá Ljúfmeti. Uppskirft hér.


Hugmynd 7 

Aftur í yfirlit

Mánudagur: Fiskur, kartöflur og ofnbakað grænmeti
Hægt að kaupa tilbúinn fiskrétt í fiskbúð og grænmeti til að setja inn í ofn.

Þriðjudagur: Hakk pítur
Hakk, krydd, pítur, kál, agúrka og/eða annað grænmeti og pítusósa eða jógúrtsósa. 

Miðvikudagur: Heill kjúklingur
Ódýrari en bringur - gætir eldað sjálf eða keypt heilgrillaðan) með sætum kartöflum. Sósa gæti verið sýrður rjómi í bland við t.d. Dijon sinnep eða sweet chilli sósu. 

Fimmtudagur: Afgangur í vefju EÐA eggjavefjur
Velja eitthvað einfalt :) 

Föstudagur: Heimagerð pizza
Getur prófað kaupa súrdeigspizzu og sjá hvernig deigið fer í þig. Staðir sem selja góð deig eru BRIKK, Brauð og co., Hagkaup, Flatey pizza (ekki samstarf) 

Laugardagur: Grill, matarboð eða einhvern kjúklingarétt sem er einfaldur.

Sunnudagur: Afgangur eða súpa
Margar girnilegar súpu uppskriftir til á netinu.

Back to blog