Hugræn æfing - vika 2

Upplýsingar um æfingu dagins

Æfingin í dag er tvískipt. Annars vegar hugræn æfing og æfing sem er ætluð að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs og stuðla að góðri líkamsstöðu.

Tæki/tól: Löng æfingateygja  

Æfing 1: Hugræn æfing

Haltu áfram að tileinka þér hugarfarið “einn dagur í einu” eða "eitt í einu" til þess að gera það að vana.

Haltu áfram að reyna venja þig á að skrifa niður hvernig dagurinn lítur út (það sem þú þarft/vilt ná að gera). Ef þú nærð ekki að klára af listanum færir þú það verkefni yfir á næsta dag eða þegar tækifæri gefst. Ef það kemur upp að þú nennir ekki einhverju nýttu þér 5 sek reglu frá Mel Robbins. Þegar þú tekur eftir að þú ert að hika (ert ekki að nenna einhverju og hugurinn er að fara sannfæra þig að gera eitthvað annað) teldur frá 5 og niður í 1 og stökktu af stað í að gera það sem þú þarft að gera... 5....4....3....2....1 og t.d. stekkur þú afstað og tekur úr vélinni ;).

Reyndu að taka eftir þegar þú ferð að hafa áhyggjur af einhverju sem á eftir að gerast eða einhverju sem er liðið og taka þá eitt skref til baka, minntu þig á einn dag í einu eða eitt í einu því við getum aðeins haft áhrif á hluti sem gerast akkúrat núna. Getur líka notað 5 sek regluna í þessum aðstæðum, telja frá 5 og niður í 1 og breyta hugsunarhættinum 5....4....3....2....1 t.d. segja við sjálfan þig "ég á aðeins þetta augnablik, hvað get ég gert akkúrat núna"

Ef þú varst ekki nú þegar búin að því eða miðarnir hafa kannski farið á flakk skaltu skrifa Einn dagur í einu eða Eitt í einu á miða og geyma á náttborðinu, inná baðherbergi, í forstofunni eða annarsstaðar þannig að þú sért sífellt að minna þig á það þannig að þessi hugsunarháttur verður að vana og fer í undirmeðvitundina. 

Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing

Tæki/tól: Löng æfingateygja

Myndbönd

Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju

Aftur í æfingu

Köttur kú

Aftur í æfingu

Teygja á milli herðablaða

Aftur í æfingu

Teygja á brjóstvöðva

Aftur í æfingu

Back to blog