Upplýsingar um æfingu dagins
Æfingin í dag er tvískipt. Annars vegar hugræn æfing og æfing sem er ætluð að styrkja grindarbotnsvöðva, djúpvöðva kviðs og stuðla að góðri líkamsstöðu.
Tæki/tól: Löng æfingateygja
Æfing 1: Hugræn æfing
Haltu áfram að skrifa í dagbók og tileinka þér að taka einn dag í einu eða eitt í einu, bættu við að prófa hlusta á eitthvað uppbyggilegt amk 1x.
Ef það er ekki orðið að vana reyndu þá áfram að koma þessu í vana. Það er ótrúlegt hvað það getur haft mikil áhrif til lengri tíma að venja sig á að skrifa niður hlutina. Vertu með dagbók á náttborðinu og skrifaðu hjá þér á kvöldin hvað þú gerðir um daginn og losaðu þig við hugsanir ef þær eru einhverjar. Einnig getur verið gott að skrifa niður hvað gekk vel og hvernig þú sérð fyrir þér morgundaginn/to-do listinn (ætti ekki að taka lengri tíma en svona 5-15 mín). Mundu svo að grípa í 5 sek regluna þegar þú hikar við eitthvað eða nennir ekki einhverju. Aukalega þessa vikuna skaltu prófa amk einu sinni að hlusta á eitthvað sem lætur þig líða vel, gæti verið einhver tónlist, eitthvað uppbyggilegt podcast/upptaka eða hljóðbók.
Ef þú varst ekki búin að skrifa fremstu í dagbókina Einn dagur í einu eða Eitt í einu gerðu það til þess að halda áfram að minna þig á það.
Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing
Tæki/tól: Löng æfingateygja
2-3x í gegn:
- 10x sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
- 30 sek köttur kú
- 30 sek barnið
-
15 sek
teygja milli herðablaða
- 30-60 sek teygja á brjóstvöðva
Myndbönd
Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
Köttur kú
Barnið
Teygja á milli herðablaða
Teygja á brjóstvöðva