Dekur - vika 1 NÝTT

Upplýsingar um æfingu dagsins

Velkomin í fjarþjálfunina! Ég vil að þú byrjir strax að huga að matarræðinu og sjálfan þig. Þú færð tvær æfingar í dag, önnur ætluð að gefa þér hugmynd af því hvernig þú getur skipulagt vikuna þegar kemur að matarinnkaupum og hin ætluð að gefa þér hugmyndir af því hvað þú getur gert til að huga að sjálfri þér.

Ég er hérna líka til þess að hvetja þig áfram þannig hérna kemur smá hvatning: Þú mátt vera virkilega stolt af þér, að "finna tíma" til þess að hreyfa sig getur verið RISASTÓR áskorun fyrir margar, það er svo margt sem kemur upp í hugann og oftast nær erum við með allskonar ástæður afhverju við erum ekki að hreyfa okkur, eða ekki að huga að matarræðinu eða ekki að hugsa um okkur sjálf. Ég skora á þig að taka eftir þessum hugunum og sjá hvort þú sérð ekki að þær eru sjálfskapaðar - sem er jákvætt því það þýðir að ÞÚ getur skapað aðrar með smá æfingu :). Ef það kemur upp afsökun á þessu tímabili afhverju þú nærð ekki æfingu dagsins, eða nærð ekki að hugsa útí matarræðið eða nærð ekki að hugsa um sjálfan þig reyndu að sjá hvort það er ekki einhver lausn á því. ÞÚ þarft EKKI að fylgja þessu plani 100%. EN þú þarft að vinna með mér, gera amk 60% af æfingum vikunnar eða amk 60% af hverri æfingu - allt annað er bónus. Núna skalt ÞÚ æfa þig að stjórna lífinu en ekki láta lífið og aðstæður stjórna þér. Ég minni þig á þetta næsta sunnudag.

Æfing 1: Matarinnkaup

Sjáðu fyrir þér hvað þú gætir fengið þér í morgunmat, millimál, hádegismat og kvöldmat og skrifaðu niður vikumatseðil. Gerðu innkaupalista fyrir sunnudag til miðvikudags og farðu í búðina. Á fimmtudegi skaltu síðan gera innkaupalista fyrir fimmtudag til laugardags og fara aftur í búð á fimmtudegi. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi útfrá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir á sunnudegi fyrir fimmtudag/föstudag.

Matarmarkmið vikunnar:  Auka vatndrykkju. Ef þú ert ekki vön að drekka vatn settu þér það markmið í þessari viku að drekka meira vatn. Það gæti verið hvetjandi að kaupa þér fallega vatnsflösku og/eða setja timer á símann sem minnir þig á að fá þér vatn (það sem virkar fyrir þig). Miðaðu við að drekka amk 2 lítra á dag en aldrei þannig að þér finnist þú vera að pína ofan  í þig vatn (vilt ekki skola út sölt og steinefni líkamans).

Hér getur þú fundið allskonar hugmyndir af mat:

Hugmyndir af  morgunmat

Hugmyndir af  millimálum

Hugmyndir af  hádegismat

Hugmyndir af  kvöldmat

Æfing 2: Sjálfsumhyggja

Taktu frá 20-60 mín í dag/kvöld til þess að hlúa meðvitað að sjálfri þér. Hér eru hugmyndir um hvað þú gætir gert:

Farðu í bað

Lestu bók

Horfðu á þátt

Settu á þig maska

Naglalakkaðu þig

Þurrskrúbbaðu húðina

Berðu á þig brunkukrem

Farðu út í göngutúr

Kíktu á kaffihús

Hugleiddu (t.d. notast við appið Headspace eða Calm)

'Food preppaðu' fyrir vikuna (útbúa mat fyrir vikuna

Sestu niður meðvitað og njóttu þín t.d. með te
Back to blog