Upplýsingar um æfingu dagsins
Þú færð þrjár æfingar í dag. Ein tengt skipulagi á matarinnkaup vikunnar, önnur er grindarbotns/kviðæfing og þriðja ætluð að gefa þér hugmyndir af því hvað þú getur gert til að huga að sjálfri þér.
Hvatning dagsins: Finndu fyrir stolti af sjálfri þér - þú ert komin í viku 2 og komin á gott ról að búa til góða vana. Þú getur alltaf dottið af brautinni, oft þarf lítið til og ef það gerist komdu þér sem fyrst aftur á hana. Þú getur þetta. ÞÚ ert að standa þig vel - eins vel og þú mögulega getur miðað við þínar aðstæður og dagsform. Vertu stolt af þér og skjóttu áfrma að ná að fylgja planinu 60%, allt annað er bónus.
Tæki/tól fyrir æfingu dagsins: Löng æfingateygja
Æfing 1: Matarinnkaup
Ef þú prófaðir þessa aðferð í síðustu viku og líkaði hana gerðu hana aftur í dag. Sjáðu fyrir þér hvað þú gætir fengið þér í morgunmat, millimál, hádegismat og kvöldmat og skrifaðu niður vikumatseðil. Gerðu innkaupalista fyrir sunnudag til miðvikudags og farðu í búðina. Á fimmtudegi skaltu síðan gera innkaupalista fyrir fimmtudag til laugardags og fara í búðina. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi útfrá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir á sunnudegi fyrir fimmtudag/föstudag.
Matarmarkmið vikunnar: Haltu áfram að gera vatnsdrykkju að vana. Vertu meðvituð þessa vikuna um ávaxtainntöku. Ertu að borða einhverja ávexti? Markmið vikunnar er að bæta við ávexti í daginn. Ef þú ert að borða reglulega yfir daginn reyndu að ná inn einum ávexti fyrir hádegi og einum ávexti eftir hádegi - gæti verið hluti af millimáli (t.d. í boost, banani með möndlu- eða hnetusmjöri, epli með möndlu- eða hnetusmjöri, lúka af bláberjum, lúka af jarðaberjum, nokkur vínber, appelsína, hluti af melónu).
Hér getur þú fundið allskonar hugmyndir af mat:
Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing
Tæki/tól: Löng æfingateygja
Farðu 3x í gegnum þessa æfingu:
- 10x sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju
- 10x köttur kú
- 60 sek hvíld
Æfing 3: Sjálfsumhyggja
Taktu frá 20-60 mín í dag/kvöld til þess að hlúa meðvitað að sjálfri þér. Hér eru hugmyndir um hvað þú gætir gert:
Farðu í bað
Lestu bók
Horfðu á þátt
Settu á þig maska
Naglalakkaðu þig
Þurrskrúbbaðu húðina
Berðu á þig brunkukrem
Farðu út í göngutúr
Kíktu á kaffihús
Hugleiddu (t.d. notast við appið Headspace eða Calm)
'Food preppaðu' fyrir vikuna (útbúa mat fyrir vikuna)
Sestu niður meðvitað og njóttu þín t.d. með te