Dekur - vika 3 NÝTT

Upplýsingar um æfingu dagsins

Þú færð þrjár æfingar í dag. Ein tengt skipulagi á matarinnkaup vikunnar, önnur er grindarbotns/kviðæfing og þriðja ætluð að gefa þér hugmyndir af því hvað þú getur gert til að huga að sjálfri þér.

Hvatning dagsins:  Vika 3! Vel gert! Haltu áfram, ekki leyfa þér að hætta, nema auðvitað að það sé góð og gild ástæða en ef hugurinn er eitthvað farinn að stríða þér, kannski útaf því að þú hefur sofið lítið eða ert einfaldlega að finna fyrir leiða breyttu um hugsanamynstur. Ögraðu huganum - hver er andstæðu hugun. T.d. "ohh ég nenni ekki að skipuleggja vikuna" - andstæðan er "vúhú það verður geggjað að setjast aðeins niður, stilla timer á 15 mín og skipuleggja vikuna :)" eða "ég hef engan tíma til þess að gera eitthvað fyrir mig" - andstæðan er "YESSS hvað ég er spennt að gefa mér 5 mín bara rétt að kveikja á kerti og skella á mig einum maska". ÞÚ getur þetta! Ertu farin að finna fyrir stolti yfir sjálfri þér? Ef ekki máttu vita að daglega ertu að gera virkilega flotta hluti, bara það að ganga með barn er einn magnaðasti hluti sem þú munt upplifa, hvað þá ef þú nærð að hugsa um heimilið/vinnuna og sjálfan þig í leiðinni. Þú ert framúrskarandi!

Tæki/tól fyrir æfingu dagsins: Löng æfingateygja.

Æfing 1: Matarinnkaup

Ef þér líkar þessa aðferð við að skipuleggja vikuna matarlega séð haltu því áfram. Sjáðu fyrir þér hvað þú gætir fengið þér í morgunmat, millimál, hádegismat og kvöldmat og skrifaðu niður vikumatseðil. Gerðu innkaupalista fyrir sunnudag til miðvikudags og farðu í búðina. Á fimmtudegi skaltu síðan gera innkaupalista fyrir fimmtudag til laugardags og fara í búðina. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi útfrá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir á sunnudegi fyrir fimmtudag/föstudag.

Matarmarkmið vikunnar:  Haltu áfram að gera vatnsdrykkju að vana. Haltu áfram að bæta inn ávexti í daginn bæði fyrir og eftir hádegi. Markmið vikunnar er aukalega að bæta meðvitað við grænmeti ANNAÐHVORT fyrir eða eftir hádegi. T.d. að nota grænmeti sem álegg á brauð, fá þér salat eða grænmeti með hádegis eða kvöldmatnum, fá þér 1/2 agúrku sem hluta af millimál, fá þér 1-2 gulrætur sem hluta af millimál, fá þér 1/2 til 1 papríku sem hluta af millimál.

Hér getur þú fundið allskonar hugmyndir af mat: 

Hugmyndir af  morgunmat
Hugmyndir af  millimálum
Hugmyndir af  hádegismat
Hugmyndir af  kvöldmat

Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing

Tæki/tól: Löng æfingateygja

3x í gegn:

Æfing 3: Sjálfsumhyggja

Taktu frá 20-60 mín í dag/kvöld til þess að hlúa meðvitað að sjálfri þér. Hér eru hugmyndir um hvað þú gætir gert:

Farðu í bað

Lestu bók

Horfðu á þátt

Settu á þig maska

Naglalakkaðu þig

Þurrskrúbbaðu húðina

Berðu á þig brunkukrem

Farðu út í göngutúr

Kíktu á kaffihús

Hugleiddu (t.d. notast við appið Headspace eða Calm)

'Food preppaðu' fyrir vikuna (útbúa mat fyrir vikuna)

Sestu niður meðvitað og njóttu þín t.d. með te

Myndband
Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju

Aftur í æfingu

Köttur kú

Aftur í æfingu

Back to blog