Dekur - vika 4 NÝTT

Upplýsingar um æfingu dagsins

Þú færð þrjár æfingar í dag. Ein tengt skipulagi á matarinnkaup vikunnar, önnur er grindarbotns/kviðæfing og þriðja ætluð að gefa þér hugmyndir af því hvað þú getur gert til að huga að sjálfri þér.

Hvatning dagins: Það sem ÉG er STOLT af ÞÉR! Hvort sem þú hefur náð að fylgja plani eða ekki ertu amk að reyna ef þú ert að opna æfingu dagsins. Ég vona að þú hafir náð að fylgja plani amk 60%, allt umfram það er sigur - í alvörunni :). Ef þú hefur ekki enn fundið fyrir stolti yfir sjálfri þér hugsaðu út í eitthvað atvik í æsku sem þú fannst fyrir stolti. Haltu í þessa tilfinningu, settu handleggina beint út til hliðanna, lófar vísa upp, lokaðu augunum og finndu fyrir þessu stolti, haltu stöðunni í allt að 2 mín. ÞÚ mátt vera stolt - þú stendur þig ekkert smá vel, alla daga alltaf þótt svo að þér líði ekki þannig alltaf. Ef þetta virkar ekki hlustaðu á lagið "this girl is on fire" og sjáðu hvort þú "peppast" ekki í gang yfir sjálfrum þér því þú átt það skilið - í alvörunni talað!

Tæki/tól fyrir æfingu dagsins: Löng æfingateygja.

Æfing 1: Matarinnkaup

Ef þér líkar þessa aðferð við að skipuleggja vikuna matarlega séð haltu því áfram. Sjáðu fyrir þér hvað þú gætir fengið þér í morgunmat, millimál, hádegismat og kvöldmat og skrifaðu niður vikumatseðil. Gerðu innkaupalista fyrir sunnudag til miðvikudags og farðu í búðina. Á fimmtudegi skaltu síðan gera innkaupalista fyrir fimmtudag til laugardags og fara í búðina. Þessi aðferð gefur svigrúm til þess að endurskoða matarinnkaupin á fimmtudegi útfrá vikumatseðlinum ef eitthvað hefur til dæmis komið upp á (t.d. ekki haft tíma til að elda eða boðin óvænt í mat), þá getur þú nýtt matinn sem þú keyptir á sunnudegi fyrir fimmtudag/föstudag.

Matarmarkmið vikunnar:  Vatnsdrykkja ætti vonandi að vera komin í vana - haltu því áfram. Einblíndu áfram á að ná inn ávexti í daginn bæði fyrir og eftir hádegi og að koma inn grænmeti líka bæði fyrir og eftir hádegi. Ef þessi markmið hafa verið MJÖG auðveld og eru komin í vana hvet ég þig til þess að prófa fá þér nokkrar hnetur 1x á dag til þess að koma inn góðri fitu. T.d. möndlum, brasilíu hnetum, kasju hnetum eða öðrum hnetum sem þér þykir góðar. Getur verið gott að miða við 1/2 handfylli. Hnetur eru mjög hitaeingaríkar (ekki vera hrædd við það - það þýðir að þær gefa góða orku), þannig passaðu að "hakka þær ekki í þig" ef þú ert að grípa í þær þegar þú ert svöng heldur frekar byrja að fá þér nokkrar rétt eftir máltíð með það markmið að auka "góðu" fituna yfir daginn.

Hér getur þú fundið allskonar hugmyndir af mat: 

Hugmyndir af  morgunmat
Hugmyndir af  millimálum
Hugmyndir af  hádegismat
Hugmyndir af  kvöldmat

Æfing 2: Sérstök grindarbotns/kviðæfing

Tæki/tól: Löng æfingateygja

3x í gegn:

Æfing 3: Sjálfsumhyggja

Taktu frá 20-60 mín í dag/kvöld til þess að hlúa meðvitað að sjálfri þér. Hér eru hugmyndir um hvað þú gætir gert:

Farðu í bað

Lestu bók

Horfðu á þátt

Settu á þig maska

Naglalakkaðu þig

Þurrskrúbbaðu húðina

Berðu á þig brunkukrem

Farðu út í göngutúr

Kíktu á kaffihús

Hugleiddu (t.d. notast við appið Headspace eða Calm)

'Food preppaðu' fyrir vikuna (útbúa mat fyrir vikuna)

Sestu niður meðvitað og njóttu þín t.d. með te

Myndband
Sitjandi grindarbotns/kviðæfing með teygju

Aftur í æfingu

Köttur kú

Aftur í æfingu

Back to blog