Ástandsmat á kviðvöðvum

Í þessu myndbandi fer ég yfir brot af ástandsmati á kviðvöðvum (ítarlegra mat í einkatíma). 6-10 vikum eftir fæðingu verður tímabært að meta ástandið á kviðvöðvum. Það sem þú vilt meta er bilið á milli kviðvöðva og dýptin í miðlínu kviðs. Best er að láta einhvern annan meta þetta. Notaðu öndunartæknina til að ná tengingu við grindarbotns- og kviðvöðva, lyftu þér örlítið upp til þess að ná örlítilli spennu á kviðinn. Notaðu tvo eða fleiri putta til þess að kanna bilið (sjá nánar í myndbandinu). Ef þú vilt fá nánara ástandsmat á kviðvöðvum er hægt að bóka einkatíma.

Back to blog