Beinhimnubólga

Beinhinmnubólga er algeng hjá fólki sem er að byrja að hlaupa. Hún getur stafað af því að fara of geist af stað í hlaupum, þá myndast of mikið álag á bandvefinn sem umlykur beinið á sköflunginum og þá myndast það sem kallast beinhimnubólga. Hún lýsir sér sem óvenju mikil spenna á sköflungnum sem veldur óþægilegum verk. 

Hvernig er hægt að fyrirbyggja beinhimnubólgu? Til þess að fyrirbyggja beinhimnubólgu er hægt að gera eitt eða fleira af eftirfarandi: 

  1. 1. Fara rólega af stað, láta líkamann venjast breyttu hreyfimunstri á nokkrum vikum jafnvel mánuðum. 
  2. 2. Vera í góðum skóm. 
  3. 3. Ganga/skokka/hlaupa/spretta á mjúku yfirborði þegar það er mögulegt. 
  4. 4. Teygja og rúlla á kálfanum og sköflungnum fyrir og eftir æfingar. 
  5. 5. Nota compression sokka sem þrýsta á sköflunginn á æfingu. 
  6. 6. Vera meðvituð um líkamsbeitingu í skokki/hlaupum/sprettum þannig að þú sért ekki að lenda á hælnum eða ýta þér í næsta skrefi frá tánum. 
  7. 7. Hita sköflunginn og kálfann með t.d. hitakremi eða hitapoka áður en þú leggur af stað á æfingu. 
  8. 8. Kæla sköflunginn/kálfann þegar þú ert búin að teygja með t.d. kælikremi eða kælipoka. 

Hvað er til ráða ef grunur er um beinhimnubólgu? Ef þig grunar að þú sért með beinhimnubólgu, en ert ekki viss, er best að fara til læknis til þess að fá greiningu á því og fullvissa sig um að um ekkert alvarlegra sé að ræða. 

Ef þú telur þig vera að fá beinhimnubólgu farðu strax í að fyrirbyggja að hún eigi sér stað eins og er talað um hér að ofan. 

Ef þú ert viss um að þú sért með beinhimnubólgu er skynsasmlegast að gefa þér tíma fyrir bólguna að fara úr sköflungnum og alls ekki að æfa í gegnum hana því bólgan mun þá að öllum líkindum versna. Þú getur prófað eitt eða fleira af eftirfarandi: 

  1. 1. Dragðu úr álagi í æfingum sem reyna á sköflunginn (fara styttri vegalengdir og/eða draga úr hraða). 
  2. 2. Notaðu kalda og heita bakstra. Það getur þú gert t.d. með því að fara með sköflung og kálfa í kalda/heita, sturtu/potta til skiptis. Viðmið að láta renna kalt í 20+ sek og síðan heitt í 20+ sek til skiptis. 
  3. 3. Berðu hitakrem eða hitapoka á sköflunginn áður en farið er á æfingu og síðan kuldakrem eða kælipoka þegar komið er heim af æfingu eftir að þú ert búin að teygja. 
  4. 4. Í samráði við lækni, taka inn bólgueyðandi verkjalyf.

Back to blog