Brjóstagjöf og árangur fræðsla

Í myndbandinu er aðeins farið inn á áhrif hormóns sem líkaminn framleiðir á meðgöngunni og í brjóstagjöfinni sem kallast prolactin sem hefur það að verkum að það getur hefur áhrif á fitusöfnun. Í sumum tilfellum grennast konur mjög hratt, sumar þyngjast og aðrar haldast í stað, sama hvað þær borða og/eða hreyfa sig. Þetta hormón hefur yfirleitt ekki áhrif lengur en í 6-7 mánuði (hvort sem þú ert að gefa brjóst eða ekki) en getur haft áhrif alla brjóstagjöfina og í sumum tilfellum hefur þetta hormón engin áhrif. Gott er að hafa í huga að hugsa ekki út í þetta "útlitslega" sérstaklega þegar verið er að gefa brjóst og helst ekki fyrr en amk 6 mánuðum eftir fæðingu þar sem hormón geta verið að hafa áhrif. Gott er líka að hafa í huga að svefn getur haft áhrif á líðan almennt. Það er nánast óhjákvæmlegt að komast hjá því að sofa 'illa' með ungabarn. Svefn getur haft áhrif á endurheimt og hungurtilfinningu. Ef það er eitthvað sem ætti að vera í "fókus" fyrst þegar þú ert að byrja hreyfa þig er það svefninn en oft helst þetta í hendur. Við það að hreyfa þig, sefur þú oft betur. Við það að borða orkuríkan mat ertu oft orkumeiri og sefur betur. Við það að sofa nóg er meiri endurheimt og meira jafnvægi. Allt þetta vinnur saman og er því mikilvægt fyrst um sinn að einblína á að ná inn góðum venjum því hormón geta verið að hafa áhrif sama hvað þú ákveður að gera tengt hreyfingu/matarræði/svefn. Þegar hormónin hætta að hafa áhrif þá skila venjurnar sér sem þú hefur tileinkað þér á þessum tíma.

Back to blog