Upplýsingar um æfinguna
"Það tekur allt tíma."
Þetta er stig 1 af grindarbotns- og kviðtíma. Hér er unnið með grunninn, öndun og grunn í grindarbotns- og kviðæfingum. Tekið er tillit til þess ef þú ert með yfirspenntan grindarbotn, sig eða grindarbotn í 'jafnvægi' sem við viljum stefna að. Farið er yfir öndun, grindarbotnsæfingar, grunn kviðæfingar og teygjur.
Tæki og tól fyrir æfinguna: Löng æfingateygja (eða t.d. sokkabuxur) og pilates bolti (eða koddi).