Hlaupaæfing 1 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Þú kemst ekkert áfram í lífinu nema að prófa"

Byrjaðu á upphitun, fylgdu hlaupaæfingu dagsins, bættu við einni æfingarútínu fyrir mjaðmasvæðið og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er hlaupatest þannig þú skalt vera tilbúin að skrá hjá þér tíma á 300m og 600m hlaup/sprett. Eftir að þú hefur hitað upp og skokkað í 2-4 mín skaltu spretta 300m og skrá hjá þér tímann á því. Síðan skaltu klára tvo 300m spretti í viðbót og hvíla alltaf um 60 sek á milli hvern sprett. Næst skaltu spretta 600m sprett og taka tímann á því, það er líka hlaupatest. Síðan skaltu klára tvo 600m spretti til viðbótar og enda hlaupið á niðurlagi (1-2 km eða lengra). Til þess að fylgjast með sprettum getur þú notað hlaupabretti eða ef þú ert úti að nota Runkeeper app, strava eða td snjallúr. Hlaupa æfing er að neðan. Byrjaðu alltaf á upphitunaræfingu. Við lok æfingar er mælt með að bæta við æfingu fyrir mjaðmasvæðið - veldu eina æfingarútínu úr æfingasafninu. Endaðu á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. 2-4 mín ganga/skokka

2. 300 m sprettur - hlaupatest
60 sek hvíld
4. 300 m sprettur
60 sek hvíld
5. 300 m sprettur
60 sek hvíld

6. 600 m sprettur - hlaupatest
60 sek hvíld
7. 600 m sprettur 
60 sek hvíld
8. 600 m sprettur
60 sek hvíld

9. 1-2 km - lengra ef þú ert í stuði

Æfingarútína fyrir mjaðmasvæðið (veldu eina æfingarútínu)

Teygjuæfing

Back to blog