Hlaupaæfing 2 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Stoppaðu þig af þegar þú ferð að hugsa út í það sem er framundan, eða jafnvel það sem er liðið. Sama hvað getur þú ekki breytt neinu sem er liðið eða haft áhrif á það sem er framundan nema upp að vissu marki með því sem þú gerir núna. Vendu þig aftur og aftur á að sjá hvað þú getur gert núna. Mantran þín gæti verið hvað get ég gert núna? Farðu þannig í gegnum daginn."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er "tempó" æfing með nokkrum sprettum í lokin. Þú ætlar að sjá hvað þú getur gefið þér mikinn tíma í dag og hlaupa eins langt og þú getur án þess að stoppa. Það er mismunandi á hvaða stað við erum komnar, 2 km gæti verið löng vegalengd, 10km gæti verið löng vegalengd. Mættu þér þar sem þú ert stödd í dag. Þetta er "lang hlaup" vikunnar. Vertu á þægilegum hraða, passaðu að fara ekki of hratt. Miðaðu við að geta átt samræður við einhvern allan tímann á meðan að þú hleypur. Í lok hlaupaæfingar ætlar þú að fá smá útrás. Ef þú ert úti ætlar þú að finna 3-4 ljósastaura, ef þú ert á bretti ætlar þú að miða við 100-150m vegalengd og taka 1-4 spretti í lokinn með um 60 sek pásu á milli. Farðu fleiri spretti ef þú ert í stuði. Hlaupa æfingin er að neðan. Byrjaðu alltaf á upphitunaræfingu og endaðu á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Tempó æfing miðað við dagsform (t.d. 2-10 km) þannig að þú stoppar ekkert heldur heldur sama hraða allan tímann.

2. 2-4x 100-150m sprettir (bil á milli 3-4 ljósastaura) - ca 60 sek hvíld milli spretta

3. Niðurlag, létt skokk og ganga (ca 1-2 mín)

Teygjuæfing

Back to blog