Hlaupaæfing 3 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Hafðu hugrekki til þess að halda alltaf áfram og prófa nýja hluti. Óþægilegar aðstæður gera okkur að meiri manneskjum og það er alltaf þess virði að verða meiri í þessu lífi."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins, bættu við æfingu fyrir mjaðmasvæðinu og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er tröppu/brekku æfing. Byrjaðu á upphitunaræfingu og rólegu skokki í framhaldið í 1-6 mín. Ef þú ert úti reyndu að finna langa brekku eða tröppur sem þú getur hlaupið upp og niður í 15 mín. Ef þú ert í ræktinni settu brettið á góðan halla eða vertu á tröpputækinu á krefjandi hraða. Þegar brettið er í miklum halla ertu á hægum hraða, hafðu í huga að taka þér smá pásur af brettinu þannig þú reynir ekki of mikið á sköflung (beinhimnuna sem getur leitt til beinhimnubólgu). Þegar þú hefur hlaupið tröppur/brekku/stigavél/bretti í halla í 15 mín skaltu bæta við amk 1 km á þægilegum hraða. Bættu við æfingarútínu fyrir mjaðmasvæðið og endaðu á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Byrjaðu á léttu skokki 2-6 mín

2. 15 mín tröppuæfing/brekkuæfing/æfinga á stigavél/æfing í halla á bretti

3. 1+ km

Æfingarútína fyrir mjaðmasvæðið (veldu eina æfingarútínu)

Teygjuæfing

Back to blog