Upplýsingar um æfingu dagsins
"Hugsaðu út í það hvernig þú berð þig í dag. Ef þú átt erfitt með opnaðu arma í 1-2 mín með lófa upp, lokuð augu og dragðu til þín góða orku. Ímyndaðu þér að spotti heldur þig uppi, þú lengir vel úr þér og ferð í gegnum daginn þannig."
Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins, bættu við æfingu fyrir mjaðmasvæðinu og endaðu á teygjum.
Þessi æfing er róleg tempó æfing, þú ættir ekki að vera móð þegar þú ert að hlaupa heldur ættir þú að geta haldið samræðum allan tímann. Byrjaðu á upphitunaræfingu og rösklegri göngu í framhaldið í 1-2 mín. Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Þú ert að æfa þrekið og úthaldið á rólegum hraða. Þegar þú hefur náð 4-6 km skaltu bæta við æfingarútínu fyrir mjaðmasvæðið og enda á smá teygjum.
Hlaupaæfing
1. Byrjaðu á rösklegri göngu 1-2 mín
2. Haltu þér á rólegum hraða næstu 4-6 km
Æfingarútína fyrir mjaðmasvæðið (veldu eina æfingarútínu)