Hlaupaæfing 5 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Þú munt alltaf komast áfram með því að hugsa út í næsta skrefið."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er á hröðu tempói allan tímann, þú ættir að passa að sprengja þig ekki í byrjun heldur reyna að halda sama krefjandi hraða allan tímann. Þetta er ekki sprett hraði en þetta er aðeins meira krefjandi en þú heldur að þú getur hlaupið. Ef þægilegur hraði á bretti td fyrir þig er 11 þá ætlar þú að taka þessa æfingu alla á 11,5-12. Byrjaðu á upphitunaræfingu og rösklegri göngu/skokki í 1-2 mín. Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Þú ert að æfa þrekið og úthaldið á krefjandi hraða. Einnig að æfa hausinn að þú getur þetta því þú getur svo miklu meira en þú heldur. Ef þú færð verki eða t.d. finnur fyrir óþægindum í grindarbotni (þyngsl/leki) þá verður þú að hætta, hvíla og prófa aftur eða sætta þig við að æfingin er búin í dag. Þegar þú hefur náð 5 km skaltu enda í amk 1 mín af niðurlagi, röskuleg ganga eða skokka, og enda á teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Byrjaðu á rösklegri göngu/skokki 1-2 mín

2. Haltu þér á krefjandi hraða næstu 5 km

3. Niðurlag í amk 1 mín (röskleg ganga/skokk)

Teygjuæfing

Back to blog