Hlaupaæfing 6

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Til þess að ná árangri þarftu að leggja þig fram á hverjum degi."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. Það gæti verið gott að bæta við auka grindarbotns- og kviðæfingarútínu eða við lok æfingar ef þú ert gjörn á að vera yfirspennt að grípa í æfingu fyrir yfirspenntan grindarbotn. Hlaupaæfing dagsins er 30 mín í heildina og er í formi spretta og að hlaupa á jöfnum hraða. Sprettir eru í 45 sek með 15 sek hvíld og ferðu fimm spretti í heildina. Strax í kjölfarið hleypur þú á jöfnum hraða í 5 mín. Endurtekur þetta þrisvar sinnum. Ef þú finnur fyrir óþægindum í grindarbotni, grind, kvið eða annað þá stoppar þú.

Það gæti verið gott að nota Run Keeper til þess að fylgjast með vegalengd. 

Það gæti einnig verið að notast við Interval Timer og stillt appið í warmup: 1 mín, Set: 5, High 45 sek, Low 15 sek, Cool Down: 5 mín og notað þennan timer 3x.

Upphitunaræfing

Teygjuæfing

Auka: Grindarbotns- og kviðæfingarútína sem má bæta við fyrir upphitun eða lok æfingar

Hlaupaæfing

1 mín upphitun (ganga/skokka) síðan 3x í gegn:

1. 5x 45 sek sprettur / 15 sek hægt
2. 5 mín jöfnum hraða

Back to blog