Upplýsingar um æfingu dagsins
"Þú getur þetta alltaf. Þú getur fundið leið í gegnum allt sem þér finnst vera óyfirstíganlegt. Þú fæddist með þann eiginleika að gefast ekki upp - hann býr þarna innra með þér. Ræktaðu þann eiginleika með þessari hlaupaæfingu."
Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins, bættu við æfingu fyrir mjaðmasvæðinu og endaðu á teygjum.
Þessi æfing er sprett æfing. Þú ætlar að fara eins hratt og þú getur á 30 sek og hvíla í 30 sek. Ef þú heldur að t.d. hraðinn 15 á bretti er það hraðasta sem þú kemst ætlar þú að prófa ögra þér og fara 0,5-1 km hraðar. Byrjaðu æfinguna á upphitunaræfingu og rólegu tempói í 1-2 km. Reyndu að sjá hvort þú getur síðan farið hraðar og hraðar þessa 10 spretti. Auka hraðann um 0,1-0,2. Þú getur svo miklu meira en þú heldur, þú þarft að hafa þor í að prófa (án þess að slasa þig). Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Þegar þú hefur klárað 10 spretti skaltu skokka/ganga rösklega í 1-2 km, bæta við æfingarútínu fyrir mjaðmasvæðið og enda á smá teygjum.
Hlaupaæfing
1. Byrjaðu á þægilegu tempói (röskleg ganga/skokk) í 1-2 km
2. 10x sprettir. 30 sek sprettur, 30 sek hvíld.
3. Kláraðu næstu 1-2 km á þægilegu tempói (röskleg ganga/skokk)
Æfingarútína fyrir mjaðmasvæðið (veldu eina æfingarútínu)