Hlaupaæfing 7 - hlaupaplan 2

Upplýsingar um æfingu dagsins

"Teldu frá 5 og niður í 1 þegar upp kemur hugsun sem er ekki að vinna með þér. 5,4,3,2,1 og breyttu henni í andstæðuna. T.d. 'ohh ég nenni ekki á æfingu' - 5,4,3,2,1 - 'jess þetta verður hressandi, ég get þetta'."

Byrjaðu á upphitun, fylgdu síðan hlaupaæfingu dagsins og endaðu á teygjum. 

Þessi æfing er tempó æfingar þar sem þú ætlar að taka tímann hvað þú ert lengi með 8 km og þegar þú ferð aftur í gegnum æfingaplanið þá ætlar þú að taka tímann aftur og sjá hvort þú hafir bætt þig. Þú ætlar að hlaupa í 8 km. Byrjaðu á upphitunaræfingu og rólegu skokki/rösklegri göngu í 1-2 mín. Taktu síðan tímann og farðu upp í 8 km. Skrifaðu hjá þér hvernig þér leið í hlaupinu, hvað þú þurftir að stoppa oft þannig þú hafir það líka sem viðmið þegar þú ferð aftur í gegnum planið. Ef þú ert á bretti hafðu amk 1 í halla. Þegar þú hefur klárað 8 km skaltu skokka/ganga rösklega í 1-2 mín og enda á smá teygjum.

Hlaupaæfing

Upphitunaræfing

1. Byrjaðu á þægilegu tempói (röskleg ganga/skokk) í 1-2 mín

2. 8 km hlaup (mundu að taka tímann)

3. 1-2 mín niðurlag á þægilegu tempói (röskleg ganga/skokk)

Teygjuæfing

Back to blog